Hláturinn lengir lífið

Hlátur lengir lífið og brandarar er góð leið til þess að framkalla hlátur. Þessi heilsubót er ókeypis og vonandi skemmtirðu þér við lesturinn.

 

 

  

Viðskiptavinurinn: "Hvaða gjöf get ég keypt handa gamalli, ríkri frænku sem er mjög veikburða og getur varla gengið?"
Afgreiðslumaðurinn: "Hvað segirðu um bón?"

 

Miðaldra kona kom inn í kvenfataverslun. Hún ætlaði að fá brjóstahaldara. Afgreiðslustúlkan spurði hvaða gerð það ætti að vera: "hjálpræðisherinn", "einræðisherrann" eða "blaðamaðurinn"? En konan skildi ekkert og spurði hver munurinn væri á þessum gerðum. Jú, sagði afgreiðslustúlkan, "hjálpræðisherinn" lyftir þeim föllnu, "einræðisherrann" sankar að sér eins miklu og hann getur og "blaðamaðurinn" gerir úlfalda úr mýflugu.


Smá fréttir af okkur

Núna er litlinn minn búin að vera veikur alla síðustu viku. Og svo loksins þegar hann varð aftur góður þá fékk hann aðra pest þessi litla elska. Ég vorkenni honum svo mikið. Annars er gaurinn farin að tala voðalega mikið og er mjög kátur í leikskólanum. Hann er mjög fjölskyldurækinn og eftir hvern dag á leikskólanum spyr hann um alla sína nánustu ættingja.

Annars er allt við það sama hér á þessu heimili ég að lesa fyrir próf og skrifa Masterinn minn. Núna er bara loka spretturinn á þessu öllu saman og vonandi næ ég að útskrifast í febrúar.

Steini er að kokka í Perlunni gómsætt Villibráðarhlaðborð og svo fer jólahlaðborðið að byrja. Alltaf nóg að gera hjá þeim ekki mikil kreppa sjáanleg þar á bæ (sem betur fer).

Éin mynd af fjölskyldunni saman á góðri stundu.

IMG_4461

 


Ísland í dag

Flestir Íslendinga hafa yfir árin kosið D listann yfir sig aftur og aftur þrátt fyrir slæma útreið ár eftir ár. Fólk hefur einhvernvegin treyst þessum gaurum fyrir Íslandi þrátt fyrir endalausa sölu á eignum þjóðarinnar til annarra fyrir lítinn pening og algjörri óreiðu í stjórnun hjá þeim.

Mér finnst mjög sorglegt að núna gráti 90 % þjóðarinnar og bölvi þessum mönnum. Jú fólk hefur ítrekað kosið þá þrátt fyrir að vita að þeir geti ekki neitt. Ég held að fólk verði bara að hugsa sig um hvað það er að gera þegar það gefur einhverjum atkvæði sitt. Og þá líka taka afleiðingunum þegar þær koma. Flestir sem að brjóta af sér þurfa að taka afleiðingum. Þeir sem að eiga við fíkn að stríða þurfa að taka afleiðingum svona er bara lífið. Hinsvegar get ég næstum fullyrt að ef að kæmi til kosninga aftur í dag myndi þetta sama fólk ekki halda áfram að kjósa D listann ????????

Ég þori næstum að veðja að fólk myndi gera það. Samt tek ég aldrei áhættur. Ég er ein af þeim sem að trúa því ekki á auðvelda peninga. Allir í kringum mig hafa þurft að vinna sér inn peninga en ekki fengið þá auðveldlega. Ég er líka ein af þeim sem að hef aldrei kosið D listann. 

Bítið bara á jaxlinn og takið afleiðingum:

Já svona er Ísland í dag !!!!!!!!! 


Brosið góða !!!!

Hér gengur allt sinn vanagang þrátt fyrir að Kreppan sé byrjuð. Ég hef í rauninni ekki miklar áhyggjur af mér. Hinsvegar hef ég áhyggjur af litla manninum í kreppunni. Þeim sem að eiga ekki í sig og á. Ég vona bara að þeim verði hjálpað á einhvern hátt þó svo að ég geri mér grein fyrir að það verði sennilega ekki.

Ég ætla allavega að reyna að vera jákvæð í þessu neikvæða andrúmslofti. Ég vil minna á BROSIÐ góða "það getur gert kraftaverk" Mín trú er sú að ef maður brosi þó svo að manni líði illa þá á endanum líði manni Smile vel. Ég veit ekkert hvort brosið virki á alla en það virkar á mig LoL Endilega prófið þetta í nokkra daga.

Þór Jökull litli stendur sig eins og hetja á nýja leikskólanum sínum. Ég er svo stolt af litla kallinum mínum sem að lærir nýjar reglur samfélagsins á hverjum degi eða eins og ein fóstran orðaði það hér eru 15 prinsar og 5 prinsessur. Það er erfitt að gera sér grein fyrir því að maður er ekki aðal lengur heldur hluti af hóp. Þetta er hinsvegar nauðsynleg reynsla og því fyrr sem hann lærir þetta því betra.

Ritgerðin mjakast áfram og vonandi klára ég nú fyrir jól.

Annars þangað til næst kveðja af Háteigsveginum Tounge.

 


Svefnverkfall og lítill lærdómur

Þessa rigningadaga er lítið að gera hjá okkur fjölskyldunni. Þór Jökull heldur uppi stuði og passar upp á að allt sé eins og það á að vera. Hann er reyndar í svefnverkfalli hjá dagmömmunni og vill engan vegin sofa í vagninum hjá henni ég var að spá í hvort þetta væri einhverskonar samúðarverkfall við þær stéttir sem að berjast um kjör sín á þessum tímum. Þetta þíðir það að ég verð að sækja drenginn kl 12 á hverjum degi svo að hann geti tekið lúrinn sinn hérna heima hjá mér. Vegna þessara breytinga fer lítið fyrir lærdóm hjá mér.

Á mánudaginn fer svo litla stýrið mitt í fyrsta skiptið á leikskólann en hann er að byrja á Stakkaborg. Deildin hans heitir undraland og það verður gaman að sjá hvernig pjakkurinn minn plummar sig þar. Hann er mikil félagsvera og elskar að vera úti svo vonandi á aðlögunin eftir að ganga vel. Ef svo er þá get ég sett mig í læri gír fljótlega aftur en það veitir víst ekki af því. 

IMG_9138

Kveðja frá okkur hér á Háteigsveginum.

 


Ég var klukkuð !!!!!! Klukka hér með fjóra bloggara

Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina
  • Leikskólinn Suðurborg og Fellaborg
  • Vinnuskólinn allmörg sumur
  • Madonna í ca 5 ár með skóla
  • Andarunginn ca 10 ár eða svo

Fjórar bíómyndir sem ég held upp á

  •  (Held ekki upp á bíómyndir en hér koma einhverjar)
  • Sódóma Reykjavík 
  • Með allt á hreinu 
  • Sound of music
  • Grees

Fjórir staðir sem ég hef búið á

  • Hella
  • Stokkseyri
  • Kaupmannahöfn
  • Reykjavík
  • (ekki rétt röð hef búið lengst í Reykjavík)

Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar

  • So you thinck you can daince
  • Dagvaktin
  • Ríkið
  • CSI

Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum

  • Spánn
  • Mexico
  • Þýskaland
  • Portúgal

 Fjórar síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg

  • Hi.is
  • 123/steinarthor.is
  • thorjokull.barnaland.is
  • khi.is

Fernt sem ég held uppá matarkynnis

  • Pitsa og Lasagne sem að mamma gerir
  • brauð og ostur
  • Pasta sem Steini gerir 
  • Salat á Vegó

Fjórar bækur sem ég hef lesið oft

  • Sjálfstætt fólk 
  • Hús andanna 
  • Bróðir minn ljónshjarta 
  • Les ekki bækur oftar en einusinni (nema sem barn og núna þegar ég á barn eins og t.d Tumi er lítill)

Fjórir bloggarar sem ég klukka  

  • Mamma 
  • Guðný
  • Ragnhildur
  • Elín Sigurðar

 

       animated13


Komin heim

Þá erum við komin heim eftir afar áhugaverða ferð til Alicante Smile. Það var mjög heitt á Spáni og Uppáhalds orð Þórs Jökuls voru mamma ís, Mamma bað, Mamma kakó, og mamma nammi. Hitinn gerði það að verkum að litli maðurinn minn var ekki lystamikill og því gaf mamma honum helling af mjólkurís hehe núna heldur drengurinn auðvitað að ísinn sé daglegur viðburður í lífi hans.

Fjölskyldan er uppgefin eftir næturflug og það er alltaf svo gott að koma heim Tounge.

Núna byrjar bara alvaran á morgun og Þór Jökull mætir til Gisellu ömmu að hitta Heklu og Söru vinkonur sínar.

Mamma byrjar í skólanum og Pabbi í vinnunni. Daglegir viðburðir eftir gott frí.

 

 


Alicante á morgun

Jæja þá er fjölskyldan bara að fara skella sér út í viku núna á morgun. Þetta verður vonandi bara rosalega notaleg stund fyrir okkur þrjú.

kem með sögur frá ferðinni síðar. Hafið þið það gott á meðan.

Sólarkveðja  frá okkur  Cool


Ótrúlegt hvað þau stækka fljótt

Í dag var ég að fá bréf sem að staðfesti það að litli prinsinn minn væri að fara að byrja í leikskóla. Hann fékk inn á Stakkaborg þessi elska. Ég var ánægð og líka smeyk litli gaurinn minn er orðin leikskóladrengur. Ég vona bara að hann plumi sig vel ég er hræddust um að hann verði hræddur þessi litla sál. Annars er hann algjör útidrengur og elskar að vera í félagskap. Svo að þessi  breyting verður sennilega góð fyrir hann þó svo að það sé hætta á að hann lendi í ryskingum við önnur börn.

Hinsvegar erum við litla fjölskyldan á leiðinni til Alicante bara í viku það verður algjör draumur fyrir okkur ætlum bara að slaka á og hafa það rólegt.

Þangað til síðar kv. frá Háteigsveginum.


Ný síða

hæ allir saman

Hann Steini minn var að opna nýja síðu með myndum sem að hann er að leika sér að taka. Ég skora á ykkur að skoða síðuna hans LoL.

Þetta er linkurinn á síðuna hans  http://www.123.is/steinarthor/pictures/

Þangað til næst kv frá Háteigsvegi.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband