Færsluflokkur: Bloggar

Ein önnur af krílunum mínum fallegu :)

Þór Jökull í helgarfríi og mikið stuð á honum.

Fórum í mat til ömmu Dísu á föstudagskvöldið, í afmæli til Sjönu frænku á laugardag og erum á leið í mat til ömmu og afa í Laugarnesinu í dag.

Nóg að gera á stóru heimili eins og afi langi segir Cool.

Mynd af litlunum mínum :)

IMG_0713


Ný prinsessa kom í heiminn þann 13 feb 2010

Jæja þá er litla músin mín komin í heiminn. Bróðirinn ekkert smá abbó en lætur það ekki bitna á litlu stelpunni eins og við köllum hana. Þór Jökull er með á hreinu að stelpan eigi að heita Natalía fyrst var það Nikulás en þegar hann gerði sér grein fyrir að það væri stelpunafn þá breytti hann nafninu í Natalía ( sem er besta vinkonan á leikskólanum ). Allt gengur eins og í sögu hérna hjá okkur og við erum mjög hamingjusöm með þetta allt saman.

 

Hér koma myndir af litlu músunum mínum.Tounge

IMG_0451

 

_MG_6091


Allt að gerast

Jæja þá má búast við að litla prinsessan mín komi í næstu viku :)

Ég náttúrulega með gallsýrur á meðgöngu og eins og með litla prins sett af stað á 37 viku. Þetta kemur samt allt í ljós þar sem að mikill sparnaður er í heilbrigðiskerfinu og því jafnvel líklegt að þeir geri allt til þess að setja ekki fólk af stað nema alveg í verstu neyð ????

Annars læknirinn bannaði mér að vinna svo ég er að reyna að hvíla mig. Ég á erfitt með það en reyni eins og ég get.

Hefði alveg viljað vinna lengur en hefði þá sennilega þurft að vera í vinnunni og gera ekki neitt :) Bara horfa á hina. Ég er frekar máttlaus og sef illa þessa dagana og hefði sennilega ekki verið mikil hjálp fyrir samstarfsmenn mína :)

Verð með frekari upplýsingar á næstunni svo endilega fylgist með :::::

Kv. Guðrún Helga.


Lasaruss

Jæja þá eru bæði Þór Jökull og Steinar búnir að vera lasnir þessa vikuna. Allt á hvolfi hérna á þessu heimili. 10 dagar eru í komu litla krílis ef eitthvað er að marka ásettan dag. Mikið um að vera á stóru heimili. Þór Jökull er búin að vera mep 40 stiga hita litla músin og vonandi fer honum að batna var annars að pæla í hvort hann væri með sýkingu en við sjáum til :)

Ekkert meira að frétta í bili. Verðum í bandi.

Kv Guprún Helga :)


Gamanið að byrja

Síðustu nætur hafa verið frekar svefnlitlar vegna mikilla verkja. Þetta eru auðvitað bara einhverjir æfingarverkir og því ekki víst að eitthvað sé að gerast núna  á næstunni :)

Þetta er víst bara það sem fylgir þessu ástandi mínu núna þessa stundina Grin

Hér set ég eina mynd inn af mér bara af gamni Tounge

IMG_0186 copy


Fréttir af Háteigsveginum

Fréttir af okkur litlu fjölskyldunni hér á Háteigsveginum eru þær að í febrúar mun fjölga í fjölskyldunni. Við erum ekki að fá okkur hund heldur mun Þór Jökull litli prinsinn minn verða stóri bróðir. Það ríkir mikil tilhlökkun hér á bænum vegna þessa og mikill undirbúningur á aðsigi.

Þór Jökull er staðráðin í því að verða besti stóri bróðir í heimi. Hann ætlar að leyfa litla barninu að horfa með sér á Dóru ásamt því að kenna því að labba og tala. Hann tekur þessu hlutverki sínu mjög alvarlega núna og mjög gaman að fylgjast með honum í þessum pælingum sínum.

Við munum setja inn fréttir af og til um okkur hér á sínðuna á næstunni :) Endilega fylgist með.

 Kv Guðrún, Steini og Þór Jökull.

_MG_5200

 


Nokkrir góðir haha

Maður nokkur var lagður inn á Klepp þar sem hann stóð á því fastar en fótunum að hann væri rotta. Eftir nokkurra vikna meðferð sannfærðist maðurinn um að hann væri hreint engin rotta og skömmu síðar var hann úrskrifaður. Hann kvaddi lækninn í dyrunum og gekk út, en skyndilega sneri hann sér við og hrópaði til læknisins: “Hjálp ! það er köttur þarna fyrir utan!”
Vertu bara rólegur, sagði læknirinn róandi. Þú veist ósköp vel að þú ert enginn rotta lengur.
“Já, ég veit það og þú veist það. En spurningin er veit kötturinn það?” sagði maðurinn

3 konur voru að flýja úr fangelsi .. ljóska,brúnka og rauðka þær hlupu inni hlöðu og þær voru að leita af stað til þess að fela sig á. þær földu sig i pokum, þegar lögguna bar að .. þá sparkaði hann i fyrsta pokann, og úr honum heyrðist “voff voff ” svo sparkaði hann i næsta poka og þar heyrðist “mjá mjá”. Svo sparkaði hanni þriðja pokann þar sem ljóskan var og úr honum heyrðist “kartöflur,kartöflur”

Sp: Hvaða eiginkonur vita nákvæmlega hvar mennirnir sínir eru staddir?

Sv:Ekkjur


Á fljúgandi ferð

Davíð Oddson og Geir Haarde sitja saman í flugvél. 

Davíð: "Ef ég myndi henda þúsundkalli útum gluggann þá myndi ég gera eina persónu glaða". 

Geir:  "Ef ég myndi henda 10 þúsundkalli útum gluggann þá myndi ég gleðja 10 manns í dag".

Flugstjórinn :  "Ef ég myndi henda ykkur báðum útum gluggann þá myndi ég gleðja heila þjóð"

 

HA HA HA HA LoL Grin Tounge.

Hláturinn lengir lífið er það ekki !!!!!!!


Búin með ritgerð og farin að kenna

Ég er ein af þessum heppnu sem að voru að klára skólann því ég fékk vinnu í kreppunni. Ég er farin að kenna líffræði sem að er ekki mitt fag. Hinsvegar bauðst mér þessi vinna og ég tók hana vegna hræðslu um að fá ekkert að gera eins og margir í kringum mig eru að lenda í.

MS ritgerðin mín er tilbúin og ber nafnið #Við eigum að vera dálítið þakklát fyrir að þau vilji koma til okkar í vinnu"

Í verkefninu er leitast við að finna svör við spurningunni: Hvernig birtist viðhorf og sýn stjórnenda til kynslóðar Y?

núna er bara að bíða og sjá hvað ég fæ út úr meistarastykkinu mínu en ég á eftir að verja það.

Bið að heilsa þangað til næst. Kv af Háteigsveginum.Smile 


Gleðileg jól og hafið það sem allra best um hátíðirnar

jolamynd

 

Kveðja Guðrún Helga, Steinar og Þór Jökull..........


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband