Færsluflokkur: Bloggar

Próf í fyrramálið vinnuréttur

 

Hverjum hefði dottið það í hug að ég færi að læra lög og reglur ?????

En þá er komið að fyrsta prófinu í törninni. Prófið sem ég fer í fyrst er vinnuréttur. Ef að einhver segir ykkur upp eða þið teljið að brotið hafi verið á ykkur á einhvern hátt í vinnunni þá endilega hafið samband (ég veit allt um þetta) HEHE. Einnig ef að þið verið veik eða lendið í slysi ásamt túlkun á kjarasamningum og annað. Þetta er mjög skemmtilegt.

Annars nenni ekki að læra meir þetta verður bara að nægja. Hjátrúin segir mér að hætta núna (ég get ekki bjargað neinu á nokkrum klukkutímum ).

Verð bara að treysta á minnið núna.

Svefninn er mikilvægastur þegar kemur að próftöku því segi ég góða nótt og sofið rótt. Það ætla ég allavega að gera Cool


laugardagskvöld hjá mér

Jæja nú ætla ég að koma með smá reynslusögu af nýju laugardagskvöldunum á mínu heimili.

Það byrjar á því að reyna að koma litla kút í rúmið en það getur oft verið smá ves.

Eins og til dæmis í gærkvöldi þá var hann eitthvað órólegur og leiður. Þegar við erum á leið í rúmið þá byrjar litla skinnið að æla og það ekkert smá (alveg eins og í Alien myndunum) bara gusan yfir mig. En það var ekki búið því nokkrar gusur komu svo á eftir. Þarna stóð ég sem sagt út æld með litlakút út ældan í fanginu og hugsaði já svona eru þá laugardagskvöldin mín orðin.

Ps. Steina fannst þetta eitthvað fyndið, það eina sem að hann hugsaði um var að taka mynd af þessum atburði en ekki rétta hjálparhönd.

Svo reyndar hljóp hann til við að hreinsa herlegheitin (þá meina ég skúra allt skipta á rúmum og fleira) á meðan við Þór Jökull skruppum í sturtu.

Hverjum hefði dottið þetta í hug fyrir tveim árum síðan HEHE.

Ekki mér.


Landafræði kynjanna:


Landfræði konunnar:


Þegar konan er á aldrinum 18-21 árs er hún eins og Afríka eða Ástralía. 
Hún hefur verið uppgvötuð að hálfu leyti, en er annars villt og skartar náttúrulegri fegurð. 
-Á frjósömustu svæðunum er mikill gróðurvöxtur. 

Þegar konan er á aldrinum 21-30 ára er hún eins og Bandaríkin eða Japan. 
Hún hefur verið uppgötvuð að fullu, er mjög þróðuð og er opin fyrir öllum viðskiptum 
-Og þá sérstaklega þeim sem snerta bíla eða peninga. 

Á aldrinum 30-35 er konan eins og Indland eða Spánn. 
-Hún er heit og afslöppuð og þykir mikið til eigin fegurðar koma. 

Þegar konan er á aldrinum 35-40 ára er hún eins og Frakkland eða Argentína. 
-Hún gæti hafa farið illa út úr styrjöldum, en er samt nokkuð hlýr og eftrisóknarverður heimskóknarkostur. 

Á aldrinum 40-50 er konan eins og Júgóslavía eða Írak. 
Hún tapaði stríðinu og fær ekki frið fyrir mistökum sem hún gerði á árum áður. 
-Nauðsynlegt er að ráðast í viðamikla endur uppbyggingu. 

Á aldrinum 50-60 ára er konan eins og Rússland eða Kanada. 
-Hún er mikil um sig, þögul og landamærin eru nánast óvarin, en hið kalda loftslag heldur fólki fjarri. 

Þegar konan er á aldrinum 60-70 ára er hún eins og England eða Mongólía. 
-Hún skartar stórkostlegri og sigursælli fortíð en engri framtíð. 

Eftir sjötugsaldurinn verður konan eins og Albanía eða Afganistan. 
-Allir vita hvar hún er en enginn vill fara þangað. 

Landfræði karlsmannsins: 

Þegar karlmaðurinn er á aldrinum 15-70 ára er hann eins og Zimbabwe 
-Honum er stjórnað af drjóla


Fermingaveisla

Jæja þá er Ívar litli frændi minn að komast í fullorðinna manna tölu. Við erum að baka svaka fermingaköku fyrir drenginn. Eða með öðrum orðum þá er Steini að baka hana og ég eins og alltaf veiti honum andlegan stuðning við baksturinn LoL. Hann er nú bara algjör elska hann Steini minn hann er svo klár að baka.

Hér kemur mynd af köku sem að hann bakaði fyrir Karen í fyrra.

lilli tilli 097

 

Fyrir utan þetta þá er allt gott að frétta héðan. Mikill lærdómur og svaka stuð. Verð reyndar að koma því inn í að litli prinsinn er farin að standa óstuddur hann er mjög montinn með þetta athæfi sitt og klappar mikið fyrir sjálfum sér. Bara mesta krútt í heimi. BROS. Svo varð hann fyrir þeirri hræðilegu lífsreynslu að missa nögl af táslunni en það gerðist þegar vinur hans Jakob Leifur lokaði skáphurð á hann (Þór er mjög hrifinn af því að skríða inn í skápa og sitja þar) Þetta var mikið drama og það var mikill grátur núna er bara umbúðir á táslu og vonandi verður all í góðu með þetta allt saman

 Hér kemur mynd af gaurnum

mars_MG_3376 (3)

Bara sætastur litlinn minn.

Annars hafið þið það gott þangað til næst. 


Læri læri tækifæri

Þá er nýr mánuður runninn upp og ekki mikið eftir af skólanum. Núna þarf maður bara að bretta upp ermar og læra og læra. Á eftir að skila heilum 4 ritgerðum og ég veit ekki hvað. Ég fæ mig bara ekki til þess að byrja á þessu. En verð að bretta upp ermar og byrja því annars gerist ekkert.

Helgin var mjög fín hjá okkur litlu fjölskyldunni við gerðum heilmikið hér heima og höfðum það mjög gott öll saman.

 Leiðindi helgarinnar : Að gera skattskýrslu

Skattskýslan er í höfn vonandi bráðlega. Ég skil þetta ekki hvert einasta ár þarf maður að standa í þessu veseni. Setja inn lán og tekjur. Þetta er algjört rugl því ekkert breytist ár frá ári allavegna ekki hjá okkur. skýrslan er alltaf svipuð og eins og ég segi alltaf á þessum tíma ár hvert afhverju þurfum við að gera þetta  ??????

En svona er þetta bara víst og engin fær því breytt.

Vonandi gengur öllum vel í þessu skattskýrsluamstri.

Læt fylgja með eina mynd af litla prinsinum. 

hrutafell_MG_3339


GLEÐILEGA PÁSKA ALLIR SAMAN

Ráð dagsins er:

Að ráðast á eggin sín og háma þau í sig. BROS. Svo á eftir þegar okkur verður illt í maganum af páskaeggja áti þá getum við bölvað okkur fyrir þessa vitleysu og drifið okkur út að labba eða þá komið við í ræktinni til þess að laga samviskuna.

Málshátur dagsins er:

Hálfnað er verk þá hafið er.

GLEÐILEGA PÁSKA ALLIR SAMAN OG HAFIÐ ÞIÐ ÞAÐ GOTT  !!!!!!!


Mamma kemur

Jæja

a þá eru viðburðir helgarinnar búnir eða semsagt Sálartónlekarnir voru með eindæmum góðir eins og flestir myndu segja. Það var mikið dasað og sungið enda er ég hálf raddlaus þessa daganna.

Mamma er hinsvegar að koma heim í dag úr löngu rannsóknarleyfi. Þór Jökull hefur ekki séð ömmu sína frá því 1 janúar og verður það spennandi að sjá hvort að hann þekki hana aftur.

Sé ykkur seinna hafið þið það gott á meðan.

 


Sálin

Jæja þá er það Sálin á föstudag og auðvitað veitir þessi skemmtilegi atburður okkur vinkonunum gleði Tounge. Já við erum allar svona solítil Sálar fan HEHE. Mikill undirbúningur fylgir þessarri tónleikaför okkar en við byrjum heima hjá Strúnunni og förum þaðan á tónleikana, svo er það bara óvissan sem að ræður för eftir tónleika. GAMAN GAMAN. Það hafa ekki allar skvísurnar alltaf haft gaman af Sálinni en með mikilli sannfæringu fékkst sá hópur til þess að mæta á eina tónleika með okkur hinum sem að fíluðum Sálina og viti menn þessar skvísur sungu hát og dönsuðu með eins og Guð má vita hvað.

Svo hér passar góða setningin aldrei að segja aldrei það gæti komið fyrir þig vel við HEHE.

 

Annars bið ég að heilsa öllum og öllum þeim sem að mæta á tónleikana þangað til næst

Kv frá Háteigsveginum

Picture 164 ps. Mynd af skvísunum


Litli lasaruss

Jæja þá er þessi vika liðin með hori og öllu tilheyrandi. Litli drengurinn var lasinn já nánast alla vikuna og er búin að vera mjög viðkvæmur.

Annars var farið í framkvæmdir og Gutti frændi kom heim með málara til þess að mála herbergi litla kúts jú hann er nú prins og á að fá fallegt herbergi.

 

En Ég aftur ámóti er búin að vera að drukna í skólaverkefnum og vinnu. UFFFF allt að gerast þegar sem mest er að gera í skólanum.

Og já er þetta veður ekki að fara að hætta. Þetta er ekkert pæju veður og því ekki veður fyrir mig.

Annars þangað til næst hafið þið það gott.


Food and fun........

Fórum á Silfur og fengum okkur dýrindis mat eldaðan af norskum snillingi. Þjónustan var til fyrimyndar og staðurinn mjög smart á allan hátt. Við fórum södd og ánægð út.

Vinkona mín fór á Fiskimarkaðinn og var ekki eins ánægð. Þar var japanskur kokkur og maturinn hans var ekkert spes. Hef reyndar heyrt þetta frá öðrum líka.

Vox var heldur ekkert spes í ár. Heyrði reyndar að kokkurinn á Silfur hafi unnið keppnina svo ég er mjög ánægð með staðarval í ár.

Annars mikið að gera í skólanum þessa vikuna en ætla að taka helgina í að skipuleggja herbergið hans Þórs Jökuls. Vonandi að mála það og allesssss. GAMAN GAMAN

 

HAfið þið það gott þessa viku kveðja frá okkur.

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband