Jæja þá er dagurinn senn á enda.
Hélt fyrilestur í skólanum í dag um tónlistarsmekk á unglingsárum. Mjög spennandi viðfangsefni því að unglingatónlist er sérstakur iðnaður sem þénar gífurlega mikinn pening á ári eða marga billjónir dollara.
Unglinga popp er einhverskonar iðnaðarpopp sem er þröngvað inn á unglinga, þeir hafa ekki val þetta er spilað í útvörpum og sýnt í sjónvörpum. All fyrir unglingana. Bandarískir unglingar 13 til 17 ára, eyða um 10500 klukkustundum í hlustun á vinsælli tónlist samkvæmt heimildum frá árinu 1985. (Davies 1985). Stelpur hlusta meira á dægurlaga tónlist heldur en strákar. Þessi hlustun virðist svo aukast með unglingsárunum því eldri því meiri tónlist. Sérstaklega hjá stelpum
Afrísk-bandarískir unglingar hlusta meira en hvítir unglingar og einhver mismunur er á milli fylkja. Unglingar hlusta mest heima og mest í einrúmi lUnglingatónlist er að mestu sköpuð af unglingum, dæmi ungt fólk virðist semja tónlist fyrir ungt fólk.
lÚtgáfunni er stjórnað af tónlistariðnaðinum.
lÞessi tónlist er fremur viðskiptalegs eðlis heldur en að beinlínis sé hægt að kalla hana list.
lÞetta er stöðluð tónlist sem að heftar val unglinganna. Þar sem að smekknum er þröngvað upp á unglinganna eftir lögmáli viðskiptalífsins.
Í rauninni er ekkert hér sem að kemur mér á óvart en þetta er efni sem að gaman er að skoða. Ég hélt fyrilestur upp úr kafla í sálfræðibók sem að heitir.Tónlistar smekkur á unglingsárum og er eftir Dolf Zillmann og Su-lin Gan Kafli úr bók frá 1997.
Mjög spennandi lestning ef þú hefur áhuga á tónlistarmynstri unglinga.
Annars er allt gott að frétta fór upp á spítala í skoðun áðan og hann er ekki á leiðinni í heiminn í dag en þó búin að skorða sig svo það verður samt fljótlega.

Fékk líka bubu myndir í dag og hér er ein.

Vonandi hafið þið það gott í dag....

Athugasemdir
Svakalega eru þær fínar myndirnar af ykkur
Afinn (IP-tala skráð) 23.1.2007 kl. 18:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.