17.4.2007 | 11:40
Allt að gerast....
Þessi mánuður samanstendur af endalausum veisluhöldum. Hver einasta helgi er fullbókuð í fermingu,afmæli og brúðkaup og ekki batnar það því að við tókum þá ákvörðun að skíra lilla litla þann 29 svo þar bætist ein veislan við. Steini er í því að baka fermingartertur og auðvitað gera mat fyrir brúðkaupið hjá Halla og Ellu og svo auðvitað að undirbúa skírnina. En það er alltaf gaman að hafa nóg að gera og auðvitað er gaman að hitta alla sem maður hefur ekki séð lengi eða í rauninni þá sem maður hittir helst við fermingar og þess háttar.
Lokaritgerðin mín er að verða tilbúin þarf reyndar að skila annari 20 síðna ritgerð sem ég er ekki byrjuð á ásamt því að taka upp lag og búa til myndband við það. Við erum að læra á pródúls forritið það er gaman. Svo í lokinn eru lokatónleikar hjá kennó kórnum og þá er kennó búinn.
Ég trúi því ekki að ég sé búin að vera í Kennó í 3 ár, mjög skemmtileg ár reyndar.
Annars var að skoða mjög flotta síðu sem að ég kvet alla til þess að skoða ljósmyndasíðuna hans pabba. Hér er slóðin http://www.123.is/siglo/ Vona að allir hafi það gott.......
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.