Skírn á sunnudag.....

Jæja þá er víst komið að því að skíra litla prinsinn minn. Ég vil þakka öllum sem að tóku þátt í skoðunnarkönnuninni um nafnið en við völdum nafnið Þór Jökull. Séra Árni skírir drenginn en hann er afi hennar Eyrúnar vinkonu.Smile Flottur prestur kominn á eftirlaun....

Ég fór í bæinn með mömmu til þess að kaupa skraut fyrir skírnina við keypum fullt af fallegu skrauti það var mjög gaman...LoL

Fór svo í ljós í dag og skrifaði ritgerð.....Er rétt byrjuð á ritgerð nr 2 en hún á að vera um 15 síður geggjað gaman. Verð að vera dugleg að læra...LoL

Hringdi í hárgreiðsluskvísuna mína hana Hrefnu á Mojo í dag vildi vera fín á skírnardaginn. Hún gat komið mér fyrir bæði á miðvikudag og fimmtudag en ég kemst hvorugan daginn þar sem ég er mikið í skólanum þessa vikuna og einmitt á þeim tíma sem að hún bauð mér að koma á. 

Þarf að eyða öllum föstudeginum á Akranesi að búa til tónlistarmyndband en hljómsveitin okkar í skólanum var í stúdíói á dögunum að taka upp lag. Ég er sönkonan og lagið er ansi flott cover lag....Ring of fire....

Mikið að gera á stóru heimili eins og afi segir alltaf...Grin

Hafið þið það gott..........InLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband