11.5.2007 | 10:20
B-ed loksins, kosningar og Evróvision um helgina.
Jæja þá er komið að því síðustu skil voru í dag og ég loksins alveg búin í Kennó. Gaman gaman. Erum því á leið í Svignaskarð í sumarbústað þar sem að við munum slaka á með góðan mat og Evrovision.
Leitt að Íslendingar komust ekki áfram. Eiríkur og félagar stóðu sig vel sá að trommarinn var kennó gæi.... Austur evrópa átti þetta alveg eins og síðasliðnu þrjú árin. Þessi lönd komast alltaf í aðalkeppnina en virðast með einhverju móti alltaf detta úr henni aftur ár eftir ár . Skrítið að þau komist alltaf áfram með lög sem að fá svo engin stig í aðalkeppninni.
Ég held það sé mál fyrir Íslendinga að hætta keppni í nokkur ár og bíða þar til austur evrópubúar hætti að hafa svona mikinn áhuga fyrir Evróvision. Það er ekki skrítið að þeir kjósi innbyrðis jú við leyfðum þeim aldrei að vera með í neinu áður.
Svo eru það kosningarnar . Stóra spurninginn er sú treyst ég einhverju af þessu fólki sem er í framboði fyrir flokkana ???? Ef það er rétt hjá Framsókn eins og þeir segja í auglýsingunni sinni þá auðvitað erum við í góðum málum 4 sæti í jafnréttismálum og 1 sæti yfir atvinnuleysi og svo framveigis.... Erum við ekki líka eitthvað um 4 ríkasta þjóð í heimi...Skrítið því mér finnst fátæktinn alltaf verða meira og meira áberandi í landi þar sem að 380000 íslendingar búa í. En ég veit ekki hverju á að trúa og mér finnst skrítið að þeir láti það ekki koma fram í auglýsingunni hvar þeir fengu þessar upplýsingar. Veit bara ekki hverjum er treystandi ....
En annars hlakka ég til að fara í bústað og hafa það gott. Rólegheit og pottur. Þetta er alveg það sem ég þarf. Hafa það gott með drengjunum mínum..
Hér erum við mæðginin á mynd. Sæt saman.
Hafið þið það gott um þessa viðburðaríku helgi.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.