27.5.2007 | 10:18
Hvítasunnan
Jæja þá er hvítasunnuhelgin góða runnin upp. Margir á djamminu um helgina eins og sérst í fréttum dagsins þá hefur en á ný verið reynt að ræna 10-11 með öllu myndavélakerfinu sem að ríkir þar. Á suðurnesum var ráðist á starfsmann á skemmtistað og mikið var um líkamsárásir í miðbæ Reykjavíkur. Bara venjuleg Hvítasunna á Íslandi..
Hvítasunnan hjá mér er búin að vera svona.
Í gær rann það upp fyrir mér að Steini hafði gleymt mæðradeginum. Ég vakti hann kl 8:30 til þess að tilkynna honum það. Bara svo að ég myndi ekki gleyma því... Mér fannst þetta stórt brot þar sem að þetta er fyrsti mæðradagurinn sem að ég er móðir á ( FÚLT). En við vorum í bústað svo að ég fyrigaf honum þetta.
Þór Jökull er búin að vera slappur alla helgina. Ég veit ekki hvað amar að honum en ef að þetta gengur ekki yfir núna um helgina þá fer ég með hann til læknis á þriðjudag.
Og við erum búin að vera að skoða sófa alla helgina. Ég er búin að sjá tvo gripi sem að hennta inni í okkar stofu það eru gæðagripir annar úr Heima og hinn úr Línunni á samt erfitt með að finna út hvor er betri. Er samt búin að skoða þá tvisvar. Það er alltaf erfitt að velja eitthvað inn á heimilið þar sem að hlutirnir þurfa að duga í einhver ár.....
Erum svo á leiðinni í fermingu í dag og mat á morgunn alltaf nóg að gera...
Svona er Hvítasunnan hjá mér búin að vera ekki sama stuðið og hjá mörgum öðrum miða við fréttir blaðanna í dag. En mjög góð að mínu mati.
Vona að þið hafið það gott um Hvítasunnuna.
Gæinn minn í sundi.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.