Fríið búið

jæja þá er komið að því að sumarfríinu hjá Steina mínum fer að ljúka. Hann fer að vinna uppi í Perlu núna í kvöld. Ekki gaman. Mér hefur fundist alveg rosalega þægilegt að hafa hann heima hjá okkur Þór jökli núna undafarið og vil helst ekki breyta því. Ég var að reyna að fá hann til þess að taka meira fæðingarorlof en það gengur víst ekki. Því miður.

Annars er allt gott að frétta af okkur höfum bara haft það notalegt núna í sumar. Höfum bara haldið okkur heima útaf lillanum okkar og bakflæðinu hans. Ég fer reyndar með hann í skoðun núna eftir ca viku og vonandi fer þetta að hætta hjá honum litlu dúllunni minni.

Skólinn minn byrjar ekki fyrr en 3 sept svo að ég verð í fríi í heilan mánuð í viðbót og ætla að njóta þess að vera heima með litla prinsinn minn sem að er farinn að hafa soldið sjálfstæðan huga...Hann vill bara sitja og standa annað kemur helst ekki til greina. Er að vona að ungbarnasundið fari nú að byrja verð að fara að komast með hann á námskeið. En það virðast öll námskeið hætta yfir sumartímann alveg í heila 3 mánuði ég skil þetta ekki alveg. En svona er þetta nú.

Ætla að vera aktíf þessa vikuna í félafslífinu og fara að hitta fólk sem að ég hef ekki séð í langan tíma....Hlakka til þess....

Vona að allir hafi það gott....InLove

sjáumst hress....LoL


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný M

Hæ sæta....já styð þetta með félagslífið....bókum deit ... sé þig fljótlega!

Guðný M, 2.8.2007 kl. 09:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband