4.8.2007 | 12:22
Verslunarmannahelgarblogg
Sú var tíðin að maður tók nesti og skó og hélt á leið í ævintýri um Verslunamannahelgina. Tímarnir hafa breyst og í dag sit ég heima og ætla í Tekk að kaupa mér borðstofuborog stóla. Svona getur nú lífið breyst á örfáum árum. Hverjum hefði dottið það í hug að ég myndi ekki einu sinni kíkja á Innipúkann í Reykjavík um þessa skemmtilegu helgi . Svona breytist nú lífið og það góða við þessar breytingar er að í dag er mér alveg sama þó svo að ég sé ekki súr og illa lyktandi á einhverjum stað þar sem að erfitt er að fara á klósett og í sturtu. Fyndið svona breytist maður víst með aldrinum.
ER ÉG AÐ VERÐA GÖMUL ?????????????
Góða Verslunarmannahelgi kv Guðrún.
Athugasemdir
tímarnir breytast og mennirnir með ;) heheh - það er fínt að vera heima um versló - sést á því að fleiri og fleiri eru hættir að nenna út úr bænum;)
njóttu þinnar helgar í botn í rólegheitunum :) btw - sætur gutti sem þú átt :)
kær kveðja Sigrún (rakst bara á bloggið þitt á blog.is - leiðist í vinnunni hehe;)
Sigrún :) (IP-tala skráð) 4.8.2007 kl. 12:40
Ellismellur
Rakel Sölva (IP-tala skráð) 6.8.2007 kl. 22:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.