27.8.2007 | 13:35
7 dagar í Háskólann
Þá eru bara 7 dagar þangað til alvarann byrjar hjá mér. MA nám í mannauðsstjórnun.... Veit ekki alveg hvernig ég á að fara að þessu þar sem að tímarnir eru ekki á hentugum tímum fyrir mig. En það er allt í vinnslu og vonandi fer það vel. Bókalistinn er líka ansi stór og hver bók er mjög dýr þetta verður spennandi að sjá.
Átakið gengur vel hjá mér og í tvær vikur hefur ekkert farið í minn maga sem að inniheldur sykur og óþverra. Nei bara hollustan í fyrirúmi hérna hjá mér vonandi skilar það sér í viktunninni núna á eftir.
Þór Jökull fór í ungbarnaeftirlitið í morgun og auðvitað er hann ótrúlega fljótur að öllu. Situr sjálfur byrjaður að skríða á maganum og allt þetta. Annars þurfum við að fara aftur til Lúters á miðvikudaginn þar sem að bakflæðið er farið að gera vart við sig aftur. Aumingja drengurinn minn. Svo fara tennurnar að koma hjá honum hann er að drepast í gómnum alla daga og hann er solítið pirraður yfir þessu öllu elsku skinnið.
Annars gengur allt smurt hjá okkur eins og vanalega
Hafið þið það gott......
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.