Fyrsta kvefið

Þór Jökull er með fyrsta alvöru kvefið sitt. Hann nældi í þetta hjá dagmömmunni sinni henni Gisellu ömmu hún er með tvo krakka núna sem að bíða eftir leikskólaplássi og Þór jökull hefur nú ekki komist í tæri við neinar bakteríur hingað til og því ekki fengið kvef. Annars var alveg við þessu að búast því þegar þau byrja hjá dagmömmu þá yfirleitt verða þau smá veik eftir það. Aðlöguninn gengur vel og hann unir sér vel hjá Gisellu ömmu. Hún verður svo bara með einn annan dreng sem að er á svipuðu róli og Þór Jökull og því verður örugglega gaman hjá þeim.

Annars vorkenni ég litla drengnum mínum voðalega mikið hann er pirraður og glær vökvinn lekur bara og lekur svo hnerrar hann.

Ég fór á kynningarfund í sambandi við skólann í gær og mér leist vel á. Annars var þetta bara mjög áhugavert allt saman.

Alli bróðir verður í lagadeildinni og mamma verður að kenna eitthvað þarna svo helmingurinn af fjölskyldunni verður þarna á svæðinu.

hafið þið það gott...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Gunnar Helgi Eysteinsson, 31.8.2007 kl. 10:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband