Símalaus með kvef...

Ég er búin að vera símalaus eða þá meina ég án Gsm síma án þess að fatta það. Ég hélt bara að ég ætti enga vini lengur því enginn hringdi í mig. Svo kom það í ljós að síminn minn virkaði bara ekki. Ég er búin að vera með svo mikið kvef að ég bara orkaði ekki að kíkja á hann og tók því ekki eftir þessari bilun. Steini minn fór hinsvegar í Kringluna í dag og keypti nýjan síma fyrir mig og kom mér á óvart með þeirri kærkomnu gjöf Smile. Síminn er mjög flottur Samsung sími en ég hef notast við þá tegund síðustu 5 árin og vil helst halda mér þar. Góð grafík og flott upplausn í myndum Tounge.

Annars er allt gott að frétta úr skólanum fyrir utan þá staðreynd að ég hef ekkert getað lesið af þessum 3000 bls sem að ég hef átt að lesa á einni viku (allt á ensku). Það gerir kvefið en ég ætla mér að bæta úr því núna á næstu dögum. LESI LESI LESI.LoL 

Fer að byrja aftur í ræktinni þar sem að mér líður núna betur og finn að kvefið er að hverfa....Byrja aftur eftir 2 vikna frí núna á föstudag....VEI VEI

Vona bara að allir hafi það gott og sjáumst hress.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband