Lítill snillingur

Ég hef verið að komast að því undafarna mánuði að litli drengurinn minn er algjör snillingur. Hann er mjög bráðger, t.d það að hann brosti um 4 vikna aldurinn hélt á dóti um 2 mánaðar aldurinn var byrjaður að setjast um 5 mánaða aldurinn og svo allt fram eftir því. Núna er hann 7 mánaða og hefur ekki fengið eina einustu tönn en hefur verið að kvarta í gómnum lengi en aldrei kemur tönn litla krúttið mitt þær koma seint hjá honum. Hann hefur verið í ungbarnasundi frá 3 mánaða og finnst mjög gaman í vatninu en hann var ekki hrifin af því að kafa fyrr en núna um daginn. Það er svo gaman að fylgjast með þessu ferli hjá honum hann var ekkert kjarkaður í sundinu og grét oft eftir að hafa farið í kaf en núna er litla hetjan mín svo dugleg hann hlær bara eftir að hafa verið settur í kaf og er svo sáttur við allt saman ég er svo ánægð með litla stírið mitt hann er bara flottastur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Sigurðsson

Og frábær mynd

Halldór Sigurðsson, 22.9.2007 kl. 19:37

2 identicon

Dúllurnar mínar!  Maður fær svona kátínu kitl í magann að sjá myndina af ykkur. Litli karl orðinn svona duglegur í sundinu.  Hann er auðvitað BARA flottur.  Algjör snilldar mynd!!

Hafið það huggulegt í haustblæstrinum elskurnar.

Arna

Stjarnan (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 08:28

3 identicon

Þið eruð æði!! Hekla Björt á leiðinni í sundtíma nr. 2 á eftir. Gekk bara ágætlega í fyrsta tímanum, grenjaði allavega ekkert. Er búin að vera pirruð í dag þannig að við sjáum bara hvernig gengur. Sjáumst kannski á eftir!

Kv. Ella og Hekla Björt

Elín (IP-tala skráð) 27.9.2007 kl. 14:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband