Dagarnir fljúga frá manni

Ég hef verið að pæla í því afhverju mér gengur svona illa að klára allt það sem ég ætla að gera á einum degi. Svarið er einfaldlega það að þegar maður þarf að hugsa um lítið barn þá er voðalega lítið annað hægt að gera nema þá þegar barnið er sofnað og þá er maður orðin hálf lúinn sjálfur eftir dagsins amstur. Dagarnir mínir eru full planaðir frá A-Ö ég byrja á því að fara með Þór Jökul til dagmömmunnar og svo fer ég í skólan þegar við komum svo heim kl 12 þá þarf að gefa honum að borða leika við hann (þó svo að hann sé mjög duglegur að leika sér sjálfur) og gera það sem að tengist honum eins og að fara í sund og svo framveigis. Á kvöldin þegar hann er sofnaður þá læri ég oftast eða allavegna reyni að kíkja á heimalærdómin svo að ég viti hvað er að gerast í næsta tíma í skólanum. Svo líða vikurnar og það sem ég ætlaði að klára í síðustu viku er en óklárað í næstu viku á eftir. En allavegna er ekki hægt að segja að mér leiðist það er enginn tími til þess og það sem að ég næ að gera er bara hellingur miðað við aðstæðurCool. Það eina sem að ég get sagt um þetta er það að þetta er alveg þess virði og okkur líður mjög vel hérna á Háteigsveginum.....LoL

Vonandi hafið þið það gott....InLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband