28.12.2007 | 08:29
Tenerife....
Þá fer að styttast í för okkar til Tenerife ekki nema 5 dagar í brottför fjölskyldunar. Vonandi verður þetta nú gaman hjá okkur. Þetta verður fyrsta flugferð Þórs Jökuls eftir fæðingu það verður áhugavert að sjá hvernig hún gengur . Steina er farið að hlakka mikið til að komast í sólina og ég vona að þetta sé notalegur staður .
Annars er gamlárskvöld á næsta leiti og sprengingarnar að fara að byrja. Ég veit að þetta er ekki vinsæll tími hjá henni Fríðu minni sem að er gamall fjölskylduhundur sem að dvelur hjá mér um hátíðarnar því Ragnhildur og Hemmi eru á Spáni. Hún er ekki mikið fyrir þessi læti og geltir bara stöðugt litla músin . Ég er nú samt alltaf jafn hrifin af þessum sprengjum og kaupi mér nú alltaf smá slatta til þess að sprengja sjálf.
Hafið þið það gott um hátíðarnar. Kveðja héðan.
Athugasemdir
Hæ sæta og takk fyrir mig í afmælinu, var bara komin vel í glas!! Enda þarf ekki mikið til þessa daganna. Hafðu það ætlislegt á Tenerife og komdu til baka brún og sæt, sæta! Verum í bandi þegar þú kemur heim!
Takk fyrir jólakortið, algjör dúlla!
Knús, Ella Gella
Ella Gella (IP-tala skráð) 28.12.2007 kl. 13:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.