Komin heim í heiðar dalinn.

IMG_0367 

 

Þá er maður kominn heim eftir tveggja vikna dvöl í sól og sumaryl. Úti var hitastigið um 21-25 gráður en þó heitara í sól og skjóli en þá fór hitinn oft upp í 30 gráður.

Núna er mér bara kalt. Það eru smá viðbrigði að koma úr hitanum og í kuldann. Já og þá er ég að tala um mikinn kulda Tounge. Heimkomann byrjaði náttúrulega með látum ég fór beint í skólann og var frá 8 - 7, Steini fór í vinnuna og Þór Jökull til Giselu ömmu. 

Annars er alltaf gott að koma heim úr fríi. Og núna var það sérstaklega notalegt þar sem að Guðný vinkona mín og fjölskylda hennar dvöldu í íbúðinni minni á meðan við vorum úti. Og þegar við komum heim var allt glansandi hreint og góðgæti sem beið okkar í ískápnum.

Nú þarf maður bara að læra og læra og ná því upp sem að maður missti af í skólanum á 1 ög 1/2 viku.

Ég vona að þið hafið það gott um helgina........


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elín Katrín Rúnarsdóttir.

Velkomin heim þið sætu mæðgin. Núna verðum við að fara að hittast með alla krógana Hugsa svo oft til ykkar allra og þykir svo vænt um ykkur öllÞið eruð mér og Ægi Mána og Álfrúnu Auði mikils virðiHey!!!! og já eitt enn........ertu búin að redda geisladisknum með Bjarna???? Langar svo að eiga eintak og krökkunum líka Þó ég geti nú varla hlustað á hann fyrir tárum....en það lagast Knús á ykkur öll úr Álfablokkinni.

Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 21.1.2008 kl. 01:16

2 Smámynd: Guðný M

MIKIÐ ER GOTT AÐ FÁ YKKUR HEIM AFTUR! 

Guðný M, 21.1.2008 kl. 16:08

3 identicon

Velkomin heim sæta!

Ella Gella (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 15:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband