26.1.2008 | 16:16
Skipulagningsdagar....
ÚFFFF:
Undanfarna daga hef ég verið að reyna að skipuleggja mig í sambandi við skólan og litla drenginn minn. Þetta reynist mér mjög erfitt þar sem að tímarnir í skólanum stangast mikið á við dagmömmu drengsins. Samt er þetta nú allt að koma tengdó er að breyta vinnutímanum sínum fyrir okkur svo að hún geti verið eitthvað með prinsinn á meðan ég er í skólanum. Mikið er ég samt heppin að eiga svona góða að. Allir eru tilbúnir að hjálpa. Annars er ég nú búin að vera með pest það virðist sem að ég fái allar pestar sem að koma upp á íslandi. Læknirinn sagði að ég fengji allar þessar pestar því að það væri alltof mikið að gera hjá mér ( Ég veit alveg að þetta er möguleiki ) en ætla samt að láta reyna á þessa önn í skólanum mér gekk svo vel fyrir jól.
Prinsinn minn dafnar mjög vel og er nú að verða 1 árs eftir mánuð. Litlinn minn er ekki komin með neina tönn og en hefur hann lítið hár. En annars er hann mjög duglegur að labba með og grípa í allt sem að hann nær í. Hann hefur líka mikinn áhuga á öllum mat og vill smakka allt sérstaklega ef að mamma er að borða eitthvað. Hann er svo góður og duglegur búin að fá 3 pestar á þessu ári en braggast alltaf vel. Uppáhaldið þessa dagana er að syngj sýna hvað hann er stór og gefa 5 þessa listir sýnir hann öllum sem að vilja sjá og klappar svo duglega fyrir sjálfum sér í lokinn og brosir. BARA SÆTT.
Þetta er í rauninni allt það sem er að frétta héðan af þessum bæ.
Ég læt fylgja með eina mynd af gaurnum á Tenerif en þar var bara æðislegt að vera.
Athugasemdir
Velkomin heim frænka!
Gott að eiga góða að eins og hana tengdamömmu þína. Vá!! Gangi þér vel með allt og knúsaðu lillann frá mér
Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 02:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.