14.2.2008 | 18:19
BLA BLA BLA !!!!!!!!
Er í skólanum og kennarinn er að fræða okkur um niðurstöður rannsókna. Rannsóknirnar eru gerðar af mastersnemum í Mannauðsstjórnun og eru auðvitað mjög áhugaverðar.
En af hverju hleypir kennarinn okkur ekki heim við getum lesið þetta sjálf klukkan er að verða hálf sjö á fimmtudagskvöldi og við erum búin að vera í skólanum frá því kl 8 í morgun.
Þetta er mjög spes enda eru margir að lalla sér út úr stofunni.
Þetta er semsagt ekki vinsælt
Jæja er alveg í mygli Þór Jökull er aftur orðinn slappur og ég þarf að fara sækja litla kút. Hann vaknaði að sjálfsögðu í 3 tíma í nótt svo að svefninn er ekki alveg í lagi hérna megin.
Vona að þetta fari nú að klárast.
En það góða við þetta allt saman er að eftir þennan tíma er ég kominn í Helgarfrí JIBBÍ
Ætla að fara að halda fyrsta barnaafmælið núna um helgina, svo það verður nóg um að vera hjá mér.
Hafið þið það gott um helgina hér fylgir mynd af litlum afmælis dreng sem að verður 1 árs 19 febrúar.
Athugasemdir
Takk æðislega fyrir okkur!
Þetta var rosaflott afmæli! Hekla skemmti sér konunglega og svaf í rúma 2 tíma þegar við komum heim. Andvökunætur eru aldrei skemmtilegar, eru þetta ekki bara tennurnar...þær eru örugglega alveg að koma.
Ég skil þig vel, það er ömurlegt að vera í skólanum eftir kl. 5 á daginn ef maður hefur verið frá því um morgunin. Úthaldið alveg búið...
Hlakka til að sjá myndir úr afmælinu!
Knús Ella og Hekla Björt
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 20:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.