31.3.2008 | 09:34
Læri læri tækifæri
Þá er nýr mánuður runninn upp og ekki mikið eftir af skólanum. Núna þarf maður bara að bretta upp ermar og læra og læra. Á eftir að skila heilum 4 ritgerðum og ég veit ekki hvað. Ég fæ mig bara ekki til þess að byrja á þessu. En verð að bretta upp ermar og byrja því annars gerist ekkert.
Helgin var mjög fín hjá okkur litlu fjölskyldunni við gerðum heilmikið hér heima og höfðum það mjög gott öll saman.
Leiðindi helgarinnar : Að gera skattskýrslu
Skattskýslan er í höfn vonandi bráðlega. Ég skil þetta ekki hvert einasta ár þarf maður að standa í þessu veseni. Setja inn lán og tekjur. Þetta er algjört rugl því ekkert breytist ár frá ári allavegna ekki hjá okkur. skýrslan er alltaf svipuð og eins og ég segi alltaf á þessum tíma ár hvert afhverju þurfum við að gera þetta ??????
En svona er þetta bara víst og engin fær því breytt.
Vonandi gengur öllum vel í þessu skattskýrsluamstri.
Læt fylgja með eina mynd af litla prinsinum.
Athugasemdir
prinsinn bara dúllurass en farð þú nú að skrifa ritgerð og hættu að hugsa um skattskýrsluna.
Eyrún Gísladóttir, 1.4.2008 kl. 17:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.