Y kynslóðin

Þá er komið að meistara verkefninu mínu. Núna er bara málið að bretta upp ermar og gera rannsóknaráætlun.

Verkefnið mitt verður um Y kynslóðina góðu. Þetta er mjög áhugavert efni og hefur lítið verið rannsakað hér á landi. En í Bandaríkjunum er mikið verið að skoða þetta efni.

Raunin er að við lifum í síbreytilegum heimi. Það sem er öruggt er að ekkert stendur í stað. Áhrif tölvu- og fjarskiptatækni í heiminum fer vaxandi og þjóðfélagið breytist með. Möguleiki er á því að stjórnendur fyrirtækja þurfi að breyta stjórnun sinni í samræmi við þessar breytingar.Einnig þurfa fyrirtæki jafnvel að huga meira að mannauðnum heldur en nokkru sinni fyrr. Spurningin er hvernig fara fyrirtæki að því að koma til móts við kröfur nýrrar kynslóðar á vinnumarkaðnum eða y kynslóðarinnar eins og hún er kölluð.Y kynslóðin eða  echo boomers inniheldur fólk fætt á árunum 1982-1995. Þessi kynslóð er velmegunarkynslóð hámenntuð, fjölþjóðlegri og tæknifærari en nokkur önnur kynslóð. Þetta er hugsanlega kynslóð sem mun gera kröfu um jafnvægi milli einkalífs og vinnu. Kynslóð Y mun líklega gera kröfu um símenntun semlykil að frama sínum. Y kynslóðin er öðruvísi en aðrar kynslóðir; metnaðargjörn, kröfuhörð og sjálfstæð. Hollustan og trúnaðurinn er fyrst við fjölskyldu, vini, samstarfsfélaga og samfélagið - fyrirtækið sem þau vinna hjá er neðarlega á lista. Y kynslóðin er ekki lengur í startholunum, hún er komin inn á vinnumarkaðinn og krefst athygli. Bandaríska viðskiptatímaritið Fortune fjallar í nýlegri grein um Y kynslóðina á vinnumarkaðnum - fólkið undir þrítugu sem eru allir vegir færir. "Þessi kynslóð er sú þurftafrekasta á vinnumarkaði fyrr og síðar," er haft eftir sérfræðingi í rannsóknum á því sviði í greininni, "góðu fréttirnar eru hins vegar þær að hún mun verða sú afkastamesta. Krakkar á þessum aldri hafa bæði meiri upplýsingar á hraðbergi en fyrri kynslóðir og mun auðveldari aðgang að þeim."Fyrirtækin þurfa að grípa til nýrra ráða til að nálgast og ráða Y kynslóðina. Internetið er að sjálfsögðu það mikilvægasta, sem og sms en það sem vekur mesta athygli er að leiðin að Y kynslóðinni er m.a. í gegnum foreldrana, segir í greininni. Og til að halda þessari kynslóð í vinnu þarf að grípa til sömu ráða og foreldrarnir; ást, umhyggja og hvatning. Hollusta ungs fólks við vinnustaðinn byggist á því sambandi sem það hefur við yfirmenn og samstarfsmenn. http://money.cnn.com/magazines/fortune/fortune_archive/2007/05/28/100033934/index.htm

Mjög áhugavert efni og vonandi tekst mér að koma þessu vel til skila.

Kv í bili og vonandi hafið þið það gott í sumar..........


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband