21.6.2008 | 08:38
Sól sól skín á mig !!!!!!!!
Vá hvað við erum heppin með veður núna. Sumarið byrjar bara með endalausri sól (HEHE).
Ég ætla samt ekki að kaupa sumarbuxur því það að ég kaupi sumar eitthvað boðar bara ólukku.
Þegar veðrið er gott þá gengur allt vel (eða er það þannig í Vinnuskólanum). Dagarnir líða hratt þegar mikið er að gera. En núna fer allt að komast í góðar skorður hjá okkur þar sem að starfið hefur gengið í tvær vikur hjá nemendum Vinnuskólans.
Ég verð að segja fyrir mína parta þá geri ég lítið annað en að vinna og vera með drenginn þegar ég kem heim. Vinnan mín felst í að stjórna 1/4 af Reykjarvíkursvæðinu, þá bæði leiðbeinendum og nemendum. Síminn minn stoppar stundum ekki allan daginn en þó er daga mismunur á því. Ég hélt að ég væri komin með heilaæxli en þá var ég í rauninni bara með sár í eyranu vegna heyrnatólsins sem að ég nota til að heyra og tala í símann (Fyndið) því það að tala í síma er mikill kostur hjá mér svo því í rauninni er þetta kjörið starf fyrir mig. Enda finnst mér gaman í vinnunni allir eru svo skemmtilegir og stemmingin er góð.
Vonandi fáum við að njóta góðs sumars hér á Íslandi mér finnst við eiga það skilið í kreppunni og öllu bananalýðveldinu sem að er í gangi hér á landi.
Vonandi hafa allir það gott í sumar...sumar keðja frá okkur
Athugasemdir
Þú verður nú að átta þig á því að það sem gerir þetta skemmtilegt ert þú sjálf, þú ert svo skrambi skemmtileg manneskja!! Verra með eyrað....það er eiginlega ferlega fyndið.....sorry....
En varðandi þessa Y kynslóð, þá kíkti ég á síðuna sem þú linkaðir á og þetta er rosalega áhugavert efni. Ég kláraði ekki að lesa til enda, en þó nógu mikið til að langa fara aftur og lesa meira. Ég hlakka mikið til að sjá útkomuna hjá þér sjálfri, ef ég má, þegar þar að kemur.
Sumarknús á þig í yndislega góða veðrinu
Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 22.6.2008 kl. 02:12
Hæ frænka! Langaði að benda þér á nýjan vef sem Bjarni Hlynur setti upp í tilefni af því að það er ættarmót framundan. Endilega kíktu og kommentaðu. Síðan er :
http://fjolskyldan.wordpress.com
Sendu mér svo tölvupóst á gudrun.arna@internet.is til að fá lykilorð og aðgangsorð..... Lovjú
Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 23.6.2008 kl. 11:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.