Sjúklega hrædd við tannlækna

 

 

Jæja ég fór í dag að láta fjarlægja síðasta endajaxlinn hjá mér. Ég svitnaði í allan dag yfir þessu. Ég reyndi að finna mér öll möguleg verkefni að gera í vinnunni bara til að hugsa ekki um þetta. Þegar ég mætti loksins til tannlæknisins klukkan 3 í þessa töku þá tók þetta tannsa aðeins 15 mín. Og í rauninni var þetta ekkert mál ég bara fæ áfall við það eitt að hugsa um tannlækna. Minn tannlæknir er samt einn ljúfasti í bænum og gerir allt mjög vel. Allavega sá ég ekki einn blóðdropa og fann ekkert til Þegar hann spurði hvort ég vildi eiga jaxlinn þá sagði ég bara nei takk. En hvað um það núna er þetta bara búið og ég þarf aldrei að gera þetta aftur..

BROS kveðja frá mér

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ skvís

Það eru nú ekki allir sem gætu sent bros kveðju eftir endajaxlatöku :)

var að skoða umfjöllunina þína um y kynslóðina mjög áhugavert

viss um að þú slærð i gegn með þessu efni.

Þór Jökull alltaf jafn sætur og kominn í höfukúpupeysu he he...

já þú hefur ástæðu til að brosa allan hringinn þó þú sért ný kominn út frá tannlæknirnum

Kv Ella gella, verðandi háskólanemi

Elín Hrönn (IP-tala skráð) 27.6.2008 kl. 16:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband