Brjál að gera

Jæja þá er loksins komið að fyrsta kvöldinu mínu í langan tíma þar sem að ég hef ekkert að gera annað en að leika mér í tölvunni og horfa á sjónvarpið. Það er ekkert grín að vera yfirmaður á vinnustað og í rauninni tekur það job allan mans tíma. Ég er ekki viss um að ég nenni að leggja þennan starfsframa fyrir mig þó svo að þetta sé rosalega skemmtilegt og þroskandi. Í rauninni hættir vinnutíminn aldrei en maður fær samt bara borgað fyrir vissan tíma (ekki allan sólarhringinn). Ég hef í rauninni voðalega lítinn tíma fyrir mig og mína (t.d hef ég voða lítið séð af vinkonum mínum í sumar og það er ekki venjulegt). Þetta er samt alveg yndislegur tími og ég kem helmingi sterkari og fróðari út úr þessu sumri heldur en oft áður.

Góða helgi öllsömul.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Blessuð....langt síðan maður hefur heyrt frá þér kona! Allavega rúmlega ár.

Héðan er allt gott að frétta, búið að smíða nýjan pall, kaupa fellihýsi og fara í nokkrar útilegur og fótboltamót með eldra barnið:) Núna bara drep ég tímann þar til nýjasta afsprengið lítur dagsins ljós en áætlaður lendingartími er 26.ágúst þannig að það styttist. Getur kíkt á nýjar myndir af okkur á barnalands- síðunni, lykilorðið er "sesar".

Það er greinilega alltaf nóg að gera hjá þér eins og vanalega:) Bið kærlega að heilsa stelpunum og hafið það öll gott:)

Kv.frá Langanesi

Kristín Heimis (IP-tala skráð) 23.7.2008 kl. 16:28

2 Smámynd: Elín Sigurðardóttir

Við erum farnar að sakna þín sæta! Sjáumst á eftir!

Elín Sigurðardóttir, 23.7.2008 kl. 16:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband