Vika í vinnulok

Jæja þá fer að koma er komið að vinnulokum hjá Vinnuskólanemum. Sumarið hefur flogið áfram með allskonar uppákomum og gleði í hjarta. Allir höfðu það gott í sumar og héldu laugardalnum og nágrenni arfalausum í sumar. Ég er bara stolt af öllum hópnum mínum.

Annars er allt gott að frétta héðan af Háteigsveginum drengurinn er farinn að tala mikið og gleður hjarta foreldra sinna mjög með orðum sínum. Núna fer að koma að því að hann fari aftur til dagmömmunnar sinnar en hún er búin að vera í fríi í 2 mánuði. Ég held að litli gaurinn minn verði ekkert smá fegin að komast úr foreldrahúsum hehe og aftur til Gísellu ömmu.

Ég fer svo í próf 18 ágúst (ekkert nýtt alltaf í prófum) og svo byrjar bara skólinn. Ég ætla að slaka á í smá tíma og byrja svo fíldjörf á masternum mínum.

Að lokum minni ég alla á gönguna á morgun og vonandi sé ég sem flesta þar. Þangað til seinna kveðja frá Háteigsvegi.

_MG_5621


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband