31.1.2009 | 08:39
Búin með ritgerð og farin að kenna
Ég er ein af þessum heppnu sem að voru að klára skólann því ég fékk vinnu í kreppunni. Ég er farin að kenna líffræði sem að er ekki mitt fag. Hinsvegar bauðst mér þessi vinna og ég tók hana vegna hræðslu um að fá ekkert að gera eins og margir í kringum mig eru að lenda í.
MS ritgerðin mín er tilbúin og ber nafnið #Við eigum að vera dálítið þakklát fyrir að þau vilji koma til okkar í vinnu"
Í verkefninu er leitast við að finna svör við spurningunni: Hvernig birtist viðhorf og sýn stjórnenda til kynslóðar Y?
núna er bara að bíða og sjá hvað ég fæ út úr meistarastykkinu mínu en ég á eftir að verja það.
Bið að heilsa þangað til næst. Kv af Háteigsveginum.
Athugasemdir
Til hamingju með ritgerðina og vinnuna sæta, verum í bandi!
Elín Sigurðardóttir, 1.2.2009 kl. 20:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.