Tvær tennur

Litli prinsinn minn er komin með tvær tennur. Þessi tanntaka ætlar að reynast honum soldið erfið. Hann er nú samt svo hraustur að hann kveinkar sér bara og er pirraður. Hann grætur ekki mikið þessi elska.

Það er brjálað að gera í skólanum núna. Ég þarf að skila inn tveimur verkefnum í næstu viku bæði verkefnin eru stór en ég er ekki byrjuð á þeim. Þetta verður basl en gaman :)

Helgin verður notuð í lærdóm hér á þessu heimili.

Hafið þið það gott um helgina:)

 


Til hamingju með daginn

Elsku prinsinn minn. Og til hamingju með þann stóra áfanga að fá fyrstu tönnina í dag. Mamma er ekkert smá stolt af drengnum sínum.

Þór Jökull á fæðingardeildinni.

BOLLUD

 

Þór Jökull ári seinna

 

_MG_2520

 

Ekkert smá gaman að fylgjast með þessu.

Hafið þið það gott kv frá Háteigsveginum


Fyrsta barna afmælið

Afmæli drengsinns var haldið um helgina með pompi og prakt. Litla skinnið var ekkert smá hissa yfir öllum hamagangnum sem að fylgdi þessari athöfn að eiga afmæli. Þetta var nú samt mjög spennandi fyrir lítinn dreng sérstaklega að fá allt þetta fólk og alla félagana í heimsókn til sín í einu. Ásamt því að hverjum og einum fylgdu gjafir sem að voru mjög spennandi og þá sérstaklega pappírinn og slaufurnar sem að skreyttu þær. Vá gaman að verða 1 árs. Prinsinn á samt ekki afmæli fyrr en á morgun en helgin var notuð í þessa athöfn þar sem að við bjuggumst við miklum látum. Eins og við var að búast þá vorum við 3 búin á því að afmælinu loknu og það var farið snemma í rúmið þann kvöldið.

Þetta var samt skemmtileg reynsla og mig hlakkar til að halda næsta afmæli fyrir drenginn. Pabbi stóð í miklum undirbúningi fyrir þessa veislu og mamma veitti honum andlegan stuðning í kökubakstrinum. Hann bakar bara einfaldlega miklu betri kökur en mamma svo auðvitað er það sjálfsagt að hann sjái bara um þetta. Mömmu til mikillar gleði.

Hérna fáið þið að sjá mig og afmæliskökuna mína. Hemmi frændi heldur mér á meðan blysið sem að ég er hræddur við logar.

_MG_2539 

 

Svo eina mynd af kökunni minni sem að pabbi bakaði mamma hjálpaði til við að setja lakkrísinn á hana.

_MG_2528

 Mjög smart

En hafið þið það gott þangað til næst kveðja frá Háteigsveginum.


BLA BLA BLA !!!!!!!!

Er í skólanum og kennarinn er að fræða okkur um niðurstöður rannsókna. Rannsóknirnar eru gerðar af mastersnemum í Mannauðsstjórnun og eru auðvitað mjög áhugaverðar.

En af hverju hleypir kennarinn okkur ekki heim við getum lesið þetta sjálf klukkan er að verða hálf sjö á fimmtudagskvöldi og við erum búin að vera í skólanum frá því kl 8 í morgun.

Þetta er mjög spes enda eru margir að lalla sér út úr stofunni.

Þetta er semsagt ekki vinsælt LoL

Jæja er alveg í mygli Þór Jökull er aftur orðinn slappur og ég þarf að fara sækja litla kút. Hann vaknaði að sjálfsögðu í 3 tíma í nótt svo að svefninn er ekki alveg í lagi hérna megin.

Vona að þetta fari nú að klárast.

En það góða við þetta allt saman er að eftir þennan tíma er ég kominn í Helgarfrí Grin JIBBÍ

Ætla að fara að halda fyrsta barnaafmælið núna um helgina, svo það verður nóg um að vera hjá mér.

Hafið þið það gott um helgina hér fylgir mynd af litlum afmælis dreng sem að verður 1 árs 19 febrúar.

11 mán 075

 


Gott veður

Jæja það eru víst ekki margir hrifnir að veðurfarinu undanfarna daga. Ég er að reyna að telja sjálfri mér trú um að veðrið sé bara gott Cool.  Mér tekst það samt ekki alltaf og finn ég bara að skammdegið og veðrið hafa áhrif á mig. Sennilega eins og á flesta. 

En þá hef ég gott ráð fyrir þá sem að finna að veðrið og skammdegið dragi þá niður.

Bara brosið og hugsið um þetta yndislega veður (að það sé gott) 

Þetta er eina leiðin til þess að komast heill útúr þessuGrin.

Kv Guðrún Helga.

Endilega kíkið á síðuna hans Þórs Jökuls á thorjokull.barnaland.is

Kveðja frá okkur og hafið þið það gott um helgina.

 


Skipulagningsdagar....

ÚFFFF:

Undanfarna daga hef ég verið að reyna að skipuleggja mig í sambandi við skólan og litla drenginn minn. Þetta reynist mér mjög erfitt þar sem að tímarnir í skólanum stangast mikið á við dagmömmu drengsins. Samt er þetta nú allt að koma tengdó er að breyta vinnutímanum sínum fyrir okkur svo að hún geti verið eitthvað með prinsinn á meðan ég er í skólanum. Mikið er ég samt heppin að eiga svona góða að. Allir eru tilbúnir að hjálpa. Annars er ég nú búin að vera með pest það virðist sem að ég fái allar pestar sem að koma upp á íslandi. Læknirinn sagði að ég fengji allar þessar pestar því að það væri alltof mikið að gera hjá mér ( Ég veit alveg að þetta er möguleiki ) en ætla samt að láta reyna á þessa önn í skólanum mér gekk svo vel fyrir jól.

Prinsinn minn dafnar mjög vel og er nú að verða 1 árs eftir mánuð. Litlinn minn er ekki komin með neina tönn og en hefur hann lítið hár. En annars er hann mjög duglegur að labba með og grípa í allt sem að hann nær í. Hann hefur líka mikinn áhuga á öllum mat og vill smakka allt sérstaklega ef að mamma er að borða eitthvað. Hann er svo góður og duglegur búin að fá 3 pestar á þessu ári en braggast alltaf vel. Uppáhaldið þessa dagana er að syngj sýna hvað hann er stór og gefa 5 þessa listir sýnir hann öllum sem að vilja sjá og klappar svo duglega fyrir sjálfum sér í lokinn og brosir. BARA SÆTT.

Þetta er í rauninni allt það sem er að frétta héðan af þessum bæ.

Ég læt fylgja með eina mynd af gaurnum á Tenerif en þar var bara æðislegt að vera.

IMG_0506


Komin heim í heiðar dalinn.

IMG_0367 

 

Þá er maður kominn heim eftir tveggja vikna dvöl í sól og sumaryl. Úti var hitastigið um 21-25 gráður en þó heitara í sól og skjóli en þá fór hitinn oft upp í 30 gráður.

Núna er mér bara kalt. Það eru smá viðbrigði að koma úr hitanum og í kuldann. Já og þá er ég að tala um mikinn kulda Tounge. Heimkomann byrjaði náttúrulega með látum ég fór beint í skólann og var frá 8 - 7, Steini fór í vinnuna og Þór Jökull til Giselu ömmu. 

Annars er alltaf gott að koma heim úr fríi. Og núna var það sérstaklega notalegt þar sem að Guðný vinkona mín og fjölskylda hennar dvöldu í íbúðinni minni á meðan við vorum úti. Og þegar við komum heim var allt glansandi hreint og góðgæti sem beið okkar í ískápnum.

Nú þarf maður bara að læra og læra og ná því upp sem að maður missti af í skólanum á 1 ög 1/2 viku.

Ég vona að þið hafið það gott um helgina........


Tererif

Jæja þá er ég að fara út í sólina í dag voða Smilevoða gaman

Ég missi heila viku úr skólanum en það reddast eins og alltaf.

LoL Kossar og knús til allra

Kv Guðrún..


Tenerife....

Þá fer að styttast í för okkar til Tenerife Tounge ekki nema 5 dagar í brottför fjölskyldunar. Vonandi verður þetta nú gaman hjá okkur. Þetta verður fyrsta flugferð Þórs Jökuls eftir fæðingu það verður áhugavert að sjá hvernig hún gengur Wink. Steina er farið að hlakka mikið til að komast í sólina og ég vona að þetta sé notalegur staður Cool.

Annars er gamlárskvöld á næsta leiti og sprengingarnar að fara að byrja. Ég veit að þetta er ekki vinsæll tími hjá henni Fríðu minni sem að er gamall fjölskylduhundur sem að dvelur hjá mér um hátíðarnar því Ragnhildur og Hemmi eru á Spáni. Hún er ekki mikið fyrir þessi læti og geltir bara stöðugt litla músin Smile. Ég er nú samt alltaf jafn hrifin af þessum sprengjum og kaupi mér nú alltaf smá slatta til þess að sprengja sjálf.

Hafið þið það gott um hátíðarnar.  Kveðja héðan.


GLEÐILEG JÓL !!!!!!!!

 

 

Ég vil nota tækifærið og óska öllum gleðilegra jóla.

Jolam-0114ps

Kv frá Háteigsveginum.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband