Ég á afmæli í dag

Ég ætla að óska sjálfri mér til innilegrar hamingju með daginn í dag Smile. Verð með smá kaffiboð fyrir fjölskylduna mína að vanda seinnipartinn í dag. Steini minn verður að vinna og kemst ekki í veisluna. Leiðinlegt fyrir hann en Þór Jökull verður nú heima svo meiriparturinn af fjölskyldunni verður viðstaddur LoL.

Ég vona að þetta verði góður dagur.

Frægt fólk sem að á afmæli sama dag og ég eru

Brésnef (fyrrum forseti Rússlands veit ekki alveg hvernig á að skrifa nafnið hans)

Edith Piaf (frönsk söngkona)

Hafið þið það gott í dag


Próflok

Jæja þá er þessi törn búin. UFFFFFFFFF loksins ég er búin að býða eftir þessum degi legi. Við fögnuðum með því að fara út að borða á Perlunni með Svövu og Vidda, Gutti og Unnur komu líka og það var svo kósí hjá okkur og mér var íllt í maganum eftir á því ég borðaði svo mikið. LoL

Maturinn Var mjög góður enda ekki við öðru að búast af perlu gaurunum.

Ég á svo afmæli á morgun þetta kemur alltaf aftan að manni aldurinn sko. En ég er ekkert gömul. Cool

Annars þá er það jólatörnin sem að tekur við og ég vona að allir hafið það nú gott fyrir jólin.


Verð ekki í sambandi fyrr en 17 des.

 

En þá eru prófin búin hjá mér............VEIVEIVEIVEIVEI

Kveðja þangað til 17 des.........


Próflestur úffffff.

Jæja núna er síðasti tíminn í skólanum liðinn og prófin að byrja. Á þessum tíma hugsar maður alltaf afhverju er ég að þessu Smile og ég vildi óska þess að ég væri bara að kenna. Auðvitað er raunin sú að ég er að reyna að tryggja Þór Jökli góða framtíð Smile Svo það er bara áfram með smjörið upp með fjörið og byrja að lesa með bros á vör. Þið vitið að mitt mottó er að ef þú segir að þetta sé gaman þá er það og verður gaman.

endilega kíkið á nýju síðuna hans Þórs Jökuls http://www.thorjokull.barnaland.is/

Hafið þið það gott.


http://www.tshirthell.com/

Fann alveg fyndna síðu sem að er mað allskonar boli til sölu margir brandararnir á bolunum eru mjög fyndnir. Vildi endilega deila þessari síðu með ykkurLoL.

Skoðið http://www.tshirthell.com/ hana.

Annars er ég að fara á Ölstöfuna í kvöld en í kvöld er haldið bjórkvöld hjá maestró sem að er félag mastersnema í ViðskiptafræðinniLoL Það er skildu mæting og auðvitað kíkir maður nú. Prinsinn ætlar að gista hjá ömmu sín en þau eru góðir pallar og eiga eftir að hafa það mjög gott saman. Þetta verður örugglega mjög gaman og góð tilbreyting fyrir mann að kíkja aðeins út.

Góða helgi öll sömul InLove


Lærið Kínversku á 5 mín.

Funny Pictures

Mjög skemmtileg áskorun hérna Grin Endilega prófið þetta það kemur hláturkirtlunum í gang.

Meina ekkert ljótt með þessu bara smá djók.

Hafið þið það gott.


Skvísubandalagið

 

Vinkonu hópur minn er stór og mikill já mjög mikill við hittumst allar skvísurnar í skvísubandalaginu hvern miðvikudag á Vegó kl 18 stundvíslega og ræðum það sem á vikuna hefur liðið. Þetta eru stundir sem að eru mjög mikilvægar fyrir okkur allar þar sem að við þurfum að hella úr raunarskálunum og heyra nýjastu slúðurfréttir vikunnar hjá hvor annarri. Allar eru radísurnar mínar mikið fyrir að tala það er æði ég auðvitað líka með í því Grin. Málið er líka að það er nauðsynlegt fyrir sál og líkama að spjalla við vini sína um allt og ekkert (annars spjöllum við yfirleitt um mjög mikilvæga hluti) því að sálin verður bara að fá hreinsun einu sinni í viku.

Allavegna spara þessir miðvikudagsfundir okkur öllum sálfræði tíma einu sinni í viku en það er ca. 7000 kr á viku og 28000 á mánuði.

Það má fá margt nýtilegt fyrir þann pening.

Picture 157

Sætu mínar

 


Þegar Guð skapaði heimin.....

Smá saga sem að ég mátti til með að deila með ykkur.

Guð byrjaði með að skapa asnann og sagði síðan við hann: - Þú ert Asni.
Þú átt eftir að þræla hvern einasta dag og verður kallaður
heimskur. Þú munt lifa í 20 ár.
Asninn svaraði: Ojoj þetta hljómar ekki vel....getum við ekki sagt að ég
lifi bara í 5 ár. - Guð samþykkti tillögu asnans.

Síðan skapaði Guð hundinn og sagði við hann: - Þú verður kallaður hundur
og munt einbeita þér að því að hlýða, borða afganga og standa vörð um
húsið. Þú munt lifa í 35 ár.
Hundurinn svaraði: Ojoj, þetta verður ekkert skemmtilegt líf, er ekki nóg
að ég lifi bara í 15 ár? - Guð samþykkti tillögu hundsins.

Nú skapaði Guð páfagaukinn og sagði við hann: - Þú verður kallaður
páfagaukur. Þú munt sitja úti í horni og endurtaka allt sem sagt er til
ama fyrir alla. Þú munt lifa í 75 ár.
Páfagaukurinn svaraði: Þetta hljómar frekar einhæft og leiðinlegt. Getum
við ekki bara sagt 50 ár og málið er dautt? - Guð samþykkti tillögu
gauksa.

Að lokum skapaði Guð manninn og sagði við hann: - Þú ert karlmaður og
munt lifa góðu lífi. Þú ert vel greindur og munt ráða ríkjum á
jörðinni. Þú munt lifa í 20 ár.
Maðurinn svaraði: Þetta hljómar allt mjög vel og ég mun örugglega una hag
mínum vel. En get ég ekki lifað aðeins lengur? (og nú sannaði
karlmaðurinn greind sína): - Get ég ekki fengið 15 árin sem asninn vildi
ekki, 20 árin sem hundurinn afþakkaði og líka þessi 25 ár sem
páfagaukurinn vildi ekki?

Guð samþykkti tillögu mannsins.

Þess vegna lifir maðurinn æðislegu lífi upp að 20 ára aldri. Síðan giftir
hann sig og þrælar næstu 15 árin og venst því að vera kallaður heimskur.
Næstu 20 árin fara í að uppfylla þarfir allra fjölskyldumeðlimanna, borða
afganga og passa húsið. Að lokum situr karlmaðurinn síðustu 25 ár ævinnar
úti í horni og endurtekur allt það sem sagt er, til ama fyrir alla í
nánasta umhverfi.

Hafið þið það gott um helgina.LoL


Long time.......

Já það er mjög langt síðan að ég BLOGGAÐI síðast en ástæðan fyrir því er góð. Það er BRJÁLAÐ að gera í skólanum. Mannauðstjórnunin lekur út um eyrun á mér og samskipti á milli fólks er mitt fag þessa dagana. Svona er þetta nú að stundum þegar maður er í námi eða alltaf í Nóvember þá á maður ekkert líf og það endist fram í desember eða alveg fram að próf lokum. Þór Jökull tekur svo hinn partinn af deginum þegar skólinn og hópverkefnin eru búin þann daginn. Þá eyði ég tíma með litla gaurnum mínum og svo er bara komin svefntími.

Ég er ekki rosalega skemmtileg þessa dagana en lofa að það breytist.

Þangað til næst hafi þið það gott.


Guði sé lof.

Ég var í þessu að horfa á örlagadaginn með henni Sýrrí að þessu sinni var ung íslensk stúlka sem að ákvað að gerast múslimi og byrja að ganga með slæðu. Henni fannst ekkert heftandi við það að vera múslimi í íslensku samfélagi gaman að heyra það. Henni fannst slæðan ekki hefta sig heldur þvert á móti frelsa sig gott mál fyrir hana. En þegar Sýrrí spurði hana í lok þáttarinns hvort að hún væri þakklát fyrir örlagadaginn sinn þegar hún gerðist múslimi og ákvað að byrja að ganga með slæðu þá svaraði unga stúlkan já ég er það bara guði sé lof fyrir hann Smile.

 Já svona er nú þetta.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband