Færsluflokkur: Bloggar

Það að vera hamingjusamur er ákvörðun.....

Þessi fullyrðing mín er bara svo rétt að mínu mati LoL. Þegar manneskja hefur ákveðið það að hún ætli að vera hamingjusöm sama hvað á dynur þá verður hún hamingjusöm. Auðvitað eru alltaf skyn og skúrir hjá öllum í lífinu en það gengur yfir eins og flest.

Sem sagt ef að þú þið eruð óánægð með eitthvað ákveðið að vera hamingjusöm með það og athugið hvað gerist ??????? Ég mana ykkur.

Kv Guðrún.Cool


Til hamingju með daginn

Systir mín á afmæli í dag. Elsku Ragnhildur til hamingu með afmælið. Vonandi verður þetta góður dagur fyrir þig Smile.

Ég og Þór Jökull ætum að kíkja í afmælisveislu til Ragnhildar í dag. Það verður nú gaman að hitta alla fjölskylduna þar.

Alli frændi erí prófi í dag og við sendum honum nornastyrk og vonum að honum gangi nú vel. Ég efast ekki um að honum gangi vel hann er búin að vera svo duglegur að læra.

Við biðjum að heilsa öllum og vonum að þið hafið það gott um helgina.

Kv......Cool

 


Helgin mín

Núna í dag er Þór Jökull orðin 8 mán og ekki nema 4 mán í að hann verði 1 árs. Voðalega er tíminn alltaf fljótur að líða fyrr en varir verð ég orðin gömul með son á fermingaraldriCool. Hvað verð ég gömul þá ég ætla ekki einusinni að skrifa þá tölu.

Annars er allt gott að frétta brjálað að gera í skólanum og brjálað að gera á heimilinu. Ég þarf að skila verkefnum í skólanum núna eftir helgi svo að ég tileinka helginni verkefnavinnu og labbitúrum í bænum þar á milli.    Smile

Ég skil bara ekki alveg hvernig manni datt í hug að fara strax í Ma nám eftir kennaraháskólann. En fyrst ég er byrjuð þá verð ég að klára þannig er ég bara.

Góða helgi allir saman.Tounge


Sjónvarpið á laugardagskvöldum

Eins og svo margir vita sem að fylgjast með blogginu mínu á ég lítinn gullmola og þarf því oftast að eyða laugardagskvölum heima. Það er samt eins og að sjónvarpið geri ráð fyrir því að engin sé heima á laugardagskvöldum að horfa á sjónvarpið. Ég er með allar íslensku stöðvarnar en það er aldrei neitt sem að mig langar til að sjá á laugardögum.....skrítið það er eins og að dagskrárstjórar stöðvanna séu á prósentum hjá veitingarmönnum bæjarins. Ég meina það ömurleg sjónvarpsdagskrá kíkjum á jammið......Grin.

Hafið þið það gott um helgina......


Bjarni minn

 

 

Bjarni Þórir Heart

Í dag eru 2 ár síðan Bjarni Þórir frændi minn kvaddi þennan heim og því tileinka ég honum þennan dag hann var bara bestur Cool. Ég sakna hans á hverjum degi en ég veit að hann er ánægður á staðnum sínum og það er fyrir öllu.

Bjarni var þekktur undir nafninu Bjarni Móhíkani og var tónlistarmaður. Þekktastur var hann fyrir að hafa komið fram í myndinni Rokk í Reykjavík eftir Friðrik Þór ásamt hljómsveitinni Sjálfsfróun. Bjarni dó í bílslysi við bæinn Thisted í Damörku.

Þeir deyja ungir sem guðirnir elska


Frímó

Sit hérna í frímó í aðferðafræðitíma í HÍ svaka maka gaman sama aðferðafræðin og ég lærði í Kennó en ég verð að rifja hana upp því að þar lærði ég hana rétt fyrir próf og setti allar upplýsingarnar í skammtímaminnið í stað langtímamnnisins GOTT Á MIG. Annars eru þetta ágætir tímar hér og kennarinn er skemmtilegur. Allt er í góðu nema það að ég er að sofna. Ég vaknaði kl 5:00 í nótt og er búin að vera vakandi síðan svo augnlokin síga neðar og neðar hérna í tímanaum hjá mér. Ég reyni samt að glósa vel á tölvuna til þess að halda mér vakandi en stafirnir á lyklaborðinu bara hreinlega renna saman HAHAHA svona er lífið hjá mér verð að leggja mig á milli tíma hjá mér held ég nái því að fara heim og leggja mig í klukkutíma Smile Þetta geri ég svo í frímó .....Skrifa hér á bloggið mitt.

Annars er allt gott að frétta að heiman Þór Jökull er algjör elska þó svo að hann vakni oft snemma á nóttunni. Hann er í spes svefnprógrammi og það hefur gengið mjög vel en það gætu verið tennurnar sem að eru að vekja hann litlann minn svona snemma á nóttunni.

Vona að allir hafið það gott. Þangað til næst kv..........


Dagarnir fljúga frá manni

Ég hef verið að pæla í því afhverju mér gengur svona illa að klára allt það sem ég ætla að gera á einum degi. Svarið er einfaldlega það að þegar maður þarf að hugsa um lítið barn þá er voðalega lítið annað hægt að gera nema þá þegar barnið er sofnað og þá er maður orðin hálf lúinn sjálfur eftir dagsins amstur. Dagarnir mínir eru full planaðir frá A-Ö ég byrja á því að fara með Þór Jökul til dagmömmunnar og svo fer ég í skólan þegar við komum svo heim kl 12 þá þarf að gefa honum að borða leika við hann (þó svo að hann sé mjög duglegur að leika sér sjálfur) og gera það sem að tengist honum eins og að fara í sund og svo framveigis. Á kvöldin þegar hann er sofnaður þá læri ég oftast eða allavegna reyni að kíkja á heimalærdómin svo að ég viti hvað er að gerast í næsta tíma í skólanum. Svo líða vikurnar og það sem ég ætlaði að klára í síðustu viku er en óklárað í næstu viku á eftir. En allavegna er ekki hægt að segja að mér leiðist það er enginn tími til þess og það sem að ég næ að gera er bara hellingur miðað við aðstæðurCool. Það eina sem að ég get sagt um þetta er það að þetta er alveg þess virði og okkur líður mjög vel hérna á Háteigsveginum.....LoL

Vonandi hafið þið það gott....InLove


Lítill snillingur

Ég hef verið að komast að því undafarna mánuði að litli drengurinn minn er algjör snillingur. Hann er mjög bráðger, t.d það að hann brosti um 4 vikna aldurinn hélt á dóti um 2 mánaðar aldurinn var byrjaður að setjast um 5 mánaða aldurinn og svo allt fram eftir því. Núna er hann 7 mánaða og hefur ekki fengið eina einustu tönn en hefur verið að kvarta í gómnum lengi en aldrei kemur tönn litla krúttið mitt þær koma seint hjá honum. Hann hefur verið í ungbarnasundi frá 3 mánaða og finnst mjög gaman í vatninu en hann var ekki hrifin af því að kafa fyrr en núna um daginn. Það er svo gaman að fylgjast með þessu ferli hjá honum hann var ekkert kjarkaður í sundinu og grét oft eftir að hafa farið í kaf en núna er litla hetjan mín svo dugleg hann hlær bara eftir að hafa verið settur í kaf og er svo sáttur við allt saman ég er svo ánægð með litla stírið mitt hann er bara flottastur.


Ráð til þín.

     Það var einu sinni hópur froskaunga...

sem ætluðu að koma á fót kapphlaupi.

Markmiðið var að komast upp á

topp á háum turni

Margmenni hafði safnast saman til að fylgjast með hlaupinu og hvetja þátttakendurna

Síðan var hlaupið ræst...

Í sannleika sagt:

Enginn áhorfendanna trúði því í raun að froskaungarnir gætu klifrað upp á topp turnsins.

Það eina sem heyrðist voru setningar eins og:

“Oh, svo krefjandi!!! Þeir munu áreiðanlega ALDREI komast alla leið.”

eða:

“ekki séns á að þetta takist, turninn er allt of hár!"

Froskaungarnir hættu,

hver á fætur öðrum

nema einn….

……….sem fljótt kleif hærra…

Fólksmergðin hélt áfram að hrópa:

“Þetta er allt of krefjandi!!!

Það mun enginn geta þetta!"

Fleiri og  fleiri froskaungar urðu þreyttir og gáfust upp.....

..... Bara einn hélt áfram hærra og hærra…

HANN vildi hreint og beint ekki gefast upp!

Fyrir rest höfðu allir hinir
gefist upp á að klifra

- fyrir utan þessi eini froskur,

sem eftir mikið erfiði náði toppnum

Nú vildu hinir þátttakendurnir auðvitað fá að vita hvernig hann fór eiginlega að því

vinna þvílíkt afrek

– og ná í MARK!

Þá kom í ljós að

sigurvegarinn var heyrnarlaus!!!!

Og lærdómurinn af þessari sögu er:

Hlustaðu aldrei á fólk sem er alltaf 

neikvætt og bölsýnt...

…vegna þess að það tekur frá þér ÞÍNA

fallegustu drauma og óskir,

sem þú berð í hjarta þínu!

Hugsaðu alltaf um kraft orðanna,

af því að allt sem þú heyrir og lest

hefur áhrif á gjörðir þínar!

Þess vegna:

Vertu ALLTAF

JÁKVÆÐUR!

Og fyrst og fremst:

Vertu hreint og beint HEYRNARLAUS

þegar einhver segir við þig að

þú getir ekki

látið drauma ÞÍNA rætast!

Hugsaðu alltaf:

ÉG skal geta það!

Vonandi hafið þið það gott um helgina.....Grin


Símalaus með kvef...

Ég er búin að vera símalaus eða þá meina ég án Gsm síma án þess að fatta það. Ég hélt bara að ég ætti enga vini lengur því enginn hringdi í mig. Svo kom það í ljós að síminn minn virkaði bara ekki. Ég er búin að vera með svo mikið kvef að ég bara orkaði ekki að kíkja á hann og tók því ekki eftir þessari bilun. Steini minn fór hinsvegar í Kringluna í dag og keypti nýjan síma fyrir mig og kom mér á óvart með þeirri kærkomnu gjöf Smile. Síminn er mjög flottur Samsung sími en ég hef notast við þá tegund síðustu 5 árin og vil helst halda mér þar. Góð grafík og flott upplausn í myndum Tounge.

Annars er allt gott að frétta úr skólanum fyrir utan þá staðreynd að ég hef ekkert getað lesið af þessum 3000 bls sem að ég hef átt að lesa á einni viku (allt á ensku). Það gerir kvefið en ég ætla mér að bæta úr því núna á næstu dögum. LESI LESI LESI.LoL 

Fer að byrja aftur í ræktinni þar sem að mér líður núna betur og finn að kvefið er að hverfa....Byrja aftur eftir 2 vikna frí núna á föstudag....VEI VEI

Vona bara að allir hafi það gott og sjáumst hress.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband