Færsluflokkur: Bloggar
7.9.2007 | 14:46
Flensan
Ég hef legið í flensunni núna síðustu daga og í dag er ég svona aðeins að hressast. Þetta er nú meiri flensan og það hafa farið margir panodil hot pokarnir hjá mér ásamt nefdropum og hósta mikstúru á síðustu dögum. Í rauninni hef ég alveg verið frá. Hausinn er en þungur en ég er samt svona að koma til og hef aðeins þurft að fá mér panodil hot tvisvar sinnum í dag. Ég hef haft mikið samviskubit þar sem að ég hef lítið getað sinnt drengnum mínum sem að hefur sjálfur verið slappur með hor og glansandi augu litla krílið.
Skólinn hefur setið á hakanum þrátt fyrir að ég hafi mætt í tímana. Ég veit nákvæmlega ekkert hvað hefur verið að gerast þar og ég sofnaði í fyrilestri í gær en það hefur ekki gerst í há herrans tíð. Allt vegna kvefs. Ég verð að vinna það upp núna um helgina.
Vona að sem flestir hafi sloppið við þessa vondu flensu....
Þangað til næst hafið þið það gott.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.8.2007 | 10:33
Fyrsta kvefið
Þór Jökull er með fyrsta alvöru kvefið sitt. Hann nældi í þetta hjá dagmömmunni sinni henni Gisellu ömmu hún er með tvo krakka núna sem að bíða eftir leikskólaplássi og Þór jökull hefur nú ekki komist í tæri við neinar bakteríur hingað til og því ekki fengið kvef. Annars var alveg við þessu að búast því þegar þau byrja hjá dagmömmu þá yfirleitt verða þau smá veik eftir það. Aðlöguninn gengur vel og hann unir sér vel hjá Gisellu ömmu. Hún verður svo bara með einn annan dreng sem að er á svipuðu róli og Þór Jökull og því verður örugglega gaman hjá þeim.
Annars vorkenni ég litla drengnum mínum voðalega mikið hann er pirraður og glær vökvinn lekur bara og lekur svo hnerrar hann.
Ég fór á kynningarfund í sambandi við skólann í gær og mér leist vel á. Annars var þetta bara mjög áhugavert allt saman.
Alli bróðir verður í lagadeildinni og mamma verður að kenna eitthvað þarna svo helmingurinn af fjölskyldunni verður þarna á svæðinu.
hafið þið það gott...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.8.2007 | 13:35
7 dagar í Háskólann
Þá eru bara 7 dagar þangað til alvarann byrjar hjá mér. MA nám í mannauðsstjórnun.... Veit ekki alveg hvernig ég á að fara að þessu þar sem að tímarnir eru ekki á hentugum tímum fyrir mig. En það er allt í vinnslu og vonandi fer það vel. Bókalistinn er líka ansi stór og hver bók er mjög dýr þetta verður spennandi að sjá.
Átakið gengur vel hjá mér og í tvær vikur hefur ekkert farið í minn maga sem að inniheldur sykur og óþverra. Nei bara hollustan í fyrirúmi hérna hjá mér vonandi skilar það sér í viktunninni núna á eftir.
Þór Jökull fór í ungbarnaeftirlitið í morgun og auðvitað er hann ótrúlega fljótur að öllu. Situr sjálfur byrjaður að skríða á maganum og allt þetta. Annars þurfum við að fara aftur til Lúters á miðvikudaginn þar sem að bakflæðið er farið að gera vart við sig aftur. Aumingja drengurinn minn. Svo fara tennurnar að koma hjá honum hann er að drepast í gómnum alla daga og hann er solítið pirraður yfir þessu öllu elsku skinnið.
Annars gengur allt smurt hjá okkur eins og vanalega
Hafið þið það gott......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.8.2007 | 19:00
Árangur vikunnar
Þá er það skjalfast hjá einkaþjálfaranum mínum að ég hafi lést um 2,4 kg á viku. Nokkuð gott hjá minni. Enda verð ég svo aktíf í því sem að ég ákveð að taka mér fyrir hendur. Góður árangur hjá mér...
Átti æðislega menninganótt með honum Steina mínum. Fórum með Þór Jökul og ömmu niðrí bæ og vorum þar mjög lengi það var voðalega notalegt enduðum þann partinn með tónleikum á Miklatúni. Þar á eftir fór Þór Jökull til ömmu sinnar og við skötuhjúin enduðum á Fræbblunum og það var nú bara æðislega gaman hjá okkur.
Annars vona ég að allir hafi það gott margir eru byrjaðir í skólanum en ég byrja ekki fyrr en 3 sept.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.8.2007 | 21:19
Radísufundur
Loksins eftir sumarfrí eru radísufundirnir komnir á aftur (Skvísubandalagið) hittist á Vegamótum á miðvikudögum kl 18 og auðvitað eins og alltaf er mikið spjallað um heima og geyma. Þetta er svo gott fyrir sálina að hitta vinkonurnar alltaf örugglega 1 sinni í viku og hella úr skálunum eða bara slúðra. Eins og ávalt er góð mæting og við hljómum eins og fuglabjarg það er svo mikið sem þarf að komast að (yndislegt). Skvísurnar mínar eru bara þær bestu í heiminum við höfum fylgst að í blíðu og stríðu síðustu 10-15 árin og við fáum aldrei leið á þeirri fylgd. Sterkur hópur þarna á ferð.
Einkaþjálfunin er í fullum gangi. Ég hef mætt 2 og líkaminn minn er mikið þreyttur eftir þessa áreynslu. Það er bara gott fyrir utan það að það er soldið erfitt að halda á lilla því ég er bara búin í höndunum. Maginn og lappirnar eru þó í betri málum svo ég verð bara að reyna að keyra mikið með vagnin þessa dagana. Líta á björtu hliðarnar.....Matardagbókin er í góðum málum og mér líður bara mjög vel með þetta allt saman. Vona bara að það haldist.
Verð bara að mæla með þessu framtaki mínu við ykkur sem að kíkið á síðuna mína.......
Vonandi hafið þið það gott......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.8.2007 | 18:40
Einkaþjálfun....
Jæja þá er komið að því.......Að reyna að taka aðeins á því líkamlega séð....Allavegna erum ég og Bríet að fara í fyrsta tímann hjá einkaþjálfara á morgun. Einkaþjálfarinn heitir Svava og er í Baðhúinu góða. Hún lofaði okkur svaka maka árangri á einum mánuði ef að við færum eftir öllu því sem að hún segði......ÆÆÆÆÆÆ. Ætli það verði ekki heilsufóður út í eitt en auðvitað hafa allir gott að því að taka einn mánuð í heilsustússi sérstaklega eftir 2 ára stopp í ræktinni. Ég hlakka til og kvíði fyrir þessu . Ég veit það hinsvegar að þegar ég er komin af stað þá á ég eftir að fíla mig í TÆTLUR::::. Óska hér með eftir stuðningi við þessari framtaksemi hjá mér.....
Annars fór ég með hundinn í klippingu í dag og hún er svo fín og falleg Þór Jökull er búin að vera eins og ENGILL og það eru komnar nýjar myndir á síðuna hans . Endilega kíkið á litla gullmolann minn. Er reyndar að hugsa um að fara að læsa myndaalbúminu á síðunni hans en ekki alveg strax ég læt vita áður. Hér er linkurinn
http://www.thorjokull.barnaland.is/
Hérna erum við mæðginin saman úti í sólinni það er voða gaman hjá okkur.
Annars hafið þið það gott í sólinni .........
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.8.2007 | 09:45
Til hamingju með daginn .............
Í dag er hin árlega Gay pride ganga og vonandi eins og alltaf verða mörg skemmtileg skemmtiatriði í göngunni. Ég hef tekið þátt í göngunni í mörg herrans ár og alltaf skemmt mér konunglega. Og auðvitað fer ég í gönguna í dag með litla Þór Jökul í kerru....
Ég vil bara óska vinum og vandamönnum til hamingju með þennan gleði dag...... Og vonandi verður hann skemmtilegur fyrir alla þá sem að taka þátt....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.8.2007 | 19:38
Litlinn minn
Núna er Þór Jökull farinn að sitja sjálfur og auðvitað er mamma hans stoltasta mamma í heimi hann er svo flottur strákur. Gaurinn er líka farin að fá smá graut og hann er mjög duglegur að borða hann. Það er alveg yndislegt að sjá allar breytingarnar hjá honum lilla mínum núna hann er að verða svo mannalegur strákurinn. Hefði aldrei trúað því að tíminn liði svona hratt.....
Flottasur í heimi.....
Hafið þið það gott um helgina Kv af Háteigsveginum...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.8.2007 | 12:22
Verslunarmannahelgarblogg
Sú var tíðin að maður tók nesti og skó og hélt á leið í ævintýri um Verslunamannahelgina. Tímarnir hafa breyst og í dag sit ég heima og ætla í Tekk að kaupa mér borðstofuborog stóla. Svona getur nú lífið breyst á örfáum árum. Hverjum hefði dottið það í hug að ég myndi ekki einu sinni kíkja á Innipúkann í Reykjavík um þessa skemmtilegu helgi . Svona breytist nú lífið og það góða við þessar breytingar er að í dag er mér alveg sama þó svo að ég sé ekki súr og illa lyktandi á einhverjum stað þar sem að erfitt er að fara á klósett og í sturtu. Fyndið svona breytist maður víst með aldrinum.
ER ÉG AÐ VERÐA GÖMUL ?????????????
Góða Verslunarmannahelgi kv Guðrún.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
31.7.2007 | 08:24
Fríið búið
jæja þá er komið að því að sumarfríinu hjá Steina mínum fer að ljúka. Hann fer að vinna uppi í Perlu núna í kvöld. Ekki gaman. Mér hefur fundist alveg rosalega þægilegt að hafa hann heima hjá okkur Þór jökli núna undafarið og vil helst ekki breyta því. Ég var að reyna að fá hann til þess að taka meira fæðingarorlof en það gengur víst ekki. Því miður.
Annars er allt gott að frétta af okkur höfum bara haft það notalegt núna í sumar. Höfum bara haldið okkur heima útaf lillanum okkar og bakflæðinu hans. Ég fer reyndar með hann í skoðun núna eftir ca viku og vonandi fer þetta að hætta hjá honum litlu dúllunni minni.
Skólinn minn byrjar ekki fyrr en 3 sept svo að ég verð í fríi í heilan mánuð í viðbót og ætla að njóta þess að vera heima með litla prinsinn minn sem að er farinn að hafa soldið sjálfstæðan huga...Hann vill bara sitja og standa annað kemur helst ekki til greina. Er að vona að ungbarnasundið fari nú að byrja verð að fara að komast með hann á námskeið. En það virðast öll námskeið hætta yfir sumartímann alveg í heila 3 mánuði ég skil þetta ekki alveg. En svona er þetta nú.
Ætla að vera aktíf þessa vikuna í félafslífinu og fara að hitta fólk sem að ég hef ekki séð í langan tíma....Hlakka til þess....
Vona að allir hafi það gott....
sjáumst hress....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)