Færsluflokkur: Bloggar

Gaman á gæsafundi....

LoLJæja skvísur nú hef ég fengið mör skilaboð um að miðvikudagarnir séu nauðsynlegir fyrir sál og líkama á svona vetrardögum. Því er nauðsynlegt að halda þeim gangandi. Svo að við missum ekki geðheilsuna....Smile

Er á leið í skólann nenni ekki að fara það er svo kalt og ömurlegt veðrið. Erum að klára að semja lag á tölvuforrit sem að er mjög flott man bara ekki alveg hvað það heitir. En býður upp á alltof mikla möguleika maður verður bara hálf ruglaður´...Woundering

Er farinn að setja lilla í vagninn á morgnana hann fer líka alltaf í vagninn eftir hádegi var að spá í hvort þetta væri of mikið en hann unir sér bara svo vel í vgninum. Þegar ég klæði hann í útiföt þá sofnar hann bara og býður eftir að komast út þetta finnst honum svo gott....Joyful

En á Laugardaginn ætla ég að kíkja í afmæli hjá Kötu vinkonu hún verður með það heima hjá sér og lofar miklu stuði. Ég kíki bara í svona tvo tíma. Ég hlakka til....Það verður stuð. Hitti allar gæsirnar þar. Já og auðvitað Unnar sem að er komin heim til Íslands bara til þess að vera hér í afmælinu hennar Kötu. Vonandi kemur hann ekki með kampavín í þetta skipti. Stelpur þið munið hvað gerðist síðast....Ha Ha

 


GÆSAFUNDUR.....

Jæja þá er miðvikudagur og í dag endurnýjum við miðvikudags hittinginn eftir fæðingarorlof. Það eru engir fundir búnir að vera síðan að lilli fæddist. En í dag munum við hittast á Vegamótum kl 18. Það verður mikið slúðrað um allt og ekkert. Hlakka mikið til að hitta gæsirnar mínar.Wink

Eyrún ætlar að koma með margar sögur sem að hún hefur geymt fyrir mig þangað til í dag. Cool Þar sem að ég fer lítið út er bara heima með lilla og fer tvisvar í viku í skólann þá gerist voða lítið hjá mér og því verða gæsirnar að upplýsa mig um það hvað er að gerast úti....

En þetta er hápunkturinní dag...

Vonandi hafa allir það gott í dag...InLove


GÆSAFUNDUR.....

Jæja þá er miðvikudagur og í dag endurnýjum við miðvikudags hittinginn eftir fæðingarorlof. Það eru engir fundir búnir að vera síðan að lilli fæddist. En í dag munum við hittast á Vegamótum kl 18. Það verður mikið slúðrað um allt og ekkert. Hlakka mikið til að hitta gæsirnar mínar.Wink

Eyrún ætlar að koma með margar sögur sem að hún hefur geymt fyrir mig þangað til í dag. Cool Þar sem að ég fer lítið út er bara heima með lilla og fer tvisvar í viku í skólann þá gerist voða lítið hjá mér og því verða gæsirnar að upplýsa mig um það hvað er að gerast úti....

En þetta er hápunkturinní dag...

Vonandi hafa allir það gott í dag...InLove


Skattskýrslan....

 

 

Einu sinni á ári þarf maður að ljúka því leiðinlega verki að skila skattskýrslu. Þetta finnst mér alveg óþolandi leiðinlegt og liggja þessi skill alltaf þungt á mér frá byrjun febrúar og þangað til að ég skila skýrslunni. Mín skýrsla er oftast eins ár eftir ár og í raun væri það nóg fyrir manneskju eins og mig sem að hef alltaf svipaðar tekjur ár eftir ár að skila skattskýrslu á fimm ára fresti. En einhverstaðar heyrði ég það að þannig væri skattskýrsluskilum háttað t.d í Danmörku. Ég sel það ekki dýrara en ég keypti það. En engu að síður góð hugmynd....InLove Væri það ekki ráð að leggja þessa tilögu fram á þingi ????

Ég held að flestum íslendingum finnist þessi skil leiðinleg...Whistling

Svo hugmynd dagsins er að leggja það til á þingi að venjulegur borgari þurfi bara að skila skattskýrslu á fimm ára fresti.Wink

Vona að allir skemmti sér konunglega við skattskýrsluskilin kv. þangað til næst....

 


Tilviljun eða hvað ????

Ég veit ekki hvort það er grasaseiðið eða hvað. En allavegna var magakveisulaus dagur í gær. Sonur hennar Ástu grasalæknis sagði að ef seiðið virkaði strax þá ættum við að láta einn og hálfan dag duga og ef verkirnir kæmu aftur þá ættum við að byrja aftur. Ég þarf líka að taka sopa af þessu seiði og það er mjög vont á bragðið. Lilli kúgast líka þegar ég gef honum það og er ekki sáttur en ef það losar hann við magapínu í tvo tíma þá er mér sama.Wink

Fer í skólann á eftir á kóræfingu er ekki búin að æfa lögin sem við ætlum að syngja en ég finn út úr þessu.Blush

Er á fullu að reyna að gera ritgerðina en það gengur seint verð að fara að setja í gírinn.

Fór aðeins út með lilla í gær vissi ekki að það væri komið hálfgert óveður svo að ég var bara í stutta stund....Woundering

Hitti svo Eyrúnu og Sigurveigu á kaffibarnum í klukkutíma í gær það var fínt...Kissing

Vonandi hafa allir það gott í dag verðum í bandi....InLove


GRASALÆKNINGAR...

Í dag kom ljósan frá ungbarnaeftirlitinu hún vigtaði lilla og nú er hann orðinn 4225gr. Þyngist hratt og vel. Hún segir að þetta sé mjög gott og að hann sé ekki með fitu örðu á sér og sé mjög heilbrigður. hinsvegar er hann með mikla og erfiða magakveisu og við ætlum að kaupa grasaseiði af börnunum hennar Ástu grasalæknis og athuga hvernig það virkar. Ef að það virkar ekki þá förum við til barnalæknis því að það eru til lyf við svona magakveisu. Ljósan sagði að við ættum ekki að láta hann kveljast heldur finna lækningu fyrir hann.Smile Svo eigum við að fara að venja hann á vagninn. Ég ætla með hann út í dag í ca. 30 mín. Það verður spennandi að sjá hvernig það fer.InLove

Annars er allt gott að frétta af okkur. Þarf að vera dugleg að læra í vikunni það er mikið að gera í skólanum....Cool

Vonandi hafa allir það gott í dag....kv....Guðrún...


Gæsun....

Fór út frá strákunum mínum í gær það var svakalega gaman var að gæsa Ellu vinkonu. Stelpurnar höfðu verið að allann daginn en ég fór bara með þeim út að borða. Við fórum á Herriford steikhús og fengum dýrindis máltíð fyrir utan kjúllann hennar Guðnýar...hahaWinkSoldið steiktur...

Þetta var allavegna góð tilbreyting....LoL

Svaf svo eiginlega í allan dag eftir eina enn vöku nóttina. Steini fór fram með drenginn í morgun og ég svaf á meðann svo fékk lilli sér langan hádeigislúr og ég svaf með honum þetta var æðislegur dagur...InLove

En þar er skíta kuldi úti svo ég ráðlegg öllum að halda sig inni og hafa það huggulegt..Ég ætla allavegna að gera það horfa á sjónvarpið og borða nammi...

Hafið þið það gott í bili sjáumst.....


Ritgerð og aftur ritgerð..

Er búin að vera að skrifa ritgerð í allan dag á milli þess að vera mjaltarvél fyrir lilla. En hann er eitthvað óvær í dag og er búin að vera vakandi með ca þriggja tíma lúr á milli frá því kl 7 í morgun. Hann vill bara borða og borða... Svona er þettaWink.

En fékk póst um að ef ég ætla í framhaldsnám þá verði ég að fara að sækja um. Ætla að skoða þetta aðeins er að hugsa um að sækja um til öryggis ef ég geri ekkert annað. Og kanski fer ég bara í fjarnám.Woundering

Annars er allt eins hérna mikið heima geri mest lítið annað en að gefa lilla að borða. Hann hefur mikla list gaurinn. Er líka að reyna að finna skírnardag fyrir hann. Það verður víst að skíra litla krílið.

Sjónvarpið er ekki spennó í kvöld svo að kannski næ ég mér bara í spólu eða hringi í stelpurnrar.

Vona að allir hafi það gott kv .GuðrúnInLove


Slæm nótt fyrir mig...

Jæja það var ekki mikið sofið í nótt lilli var bara vel vakandi enda ekki skrýtið þar sem hann hafði sofið allan daginn. En svona er þetta nú víst stundum.Smile

Í dag fer ég í kórinn. En fyrir þá sem ekki vita þá er ég í kór Kennaraháskólans. Ég þurfti að byrja í honum vegna miskilnings á einingafjölda mig vantaði eina einingu til þess að útskrifast. Kennarinn minn vorkenndi mér og ég fékk að fara í kórinn og það er heil eining svo að þetta reddaðist...Cool

Núna þarf maður virkilega að fara að virkja miðvikudagsfundina aftur. En eftir að ég átti virðist enginn fundur hafa verið...Verðum að finna út úr þessu skvísur....Grin

Í gær heyrði ég í vinkonu minni sem að býr á Þórshöfn Ég hef ekki heyrt í henni í langan tíma svo það var virkilega gaman að heyra í henni. Hún er að fara að gifta sig þann 28 júlí og ég ætla að reyna að mæta í brúðkaupuð. Gaman að sjá hvernig hún býr svona í sveitinni. Ég setti línkinn af blogginu hennar inn á síðuna mína undir tenglar vinir mínir endilega kíkið á hana flott síða Kristín Heimisdóttir.

En verð að kveðja skyldan kallar...Smile

Vonandi hafið þið það gott í dag....InLove


Lilli komin með síðu...

Verða að koma því á framfæri að lilli er komin með síðu á Barnalandi.

Slóðin er

http://thorjokull.barnaland.is/....Smile.

Endilega skoðið síðuna....


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband