Færsluflokkur: Bloggar
7.5.2007 | 09:46
Kennó að verða búin...
Jæja þá er ekki mikið eftir af þessarri önn í kennó . Á eftir að fínpússa tvær ritgerðir og skila þeim fyrir vikulok og þá er þetta bara búið og ég orðinn löggildur kennari . Cool.
Mér finnst þetta soldið skrítið því í þrjú ár hef ég haft kennararéttindin til þess að stefna að en núna þá er því lokið og hvað þá ???? Á ég að fara að kenna eða í áframhaldandi nám ??? Bara að velta þessu fyrir mér.
Annars er allt gott að frétta héðan erum að fara í sumarbústað um næstu helgi. Það verður fyrsta ferðalagið hans Þórs Jökuls. Og verður spennandi að sjá hvernig gengur.
Hitti stelpurnar mínar á miðvikudag og er strax farin að hlakka til. Það verða eflaust nokkrar krassandi sögur sem maður fær að heyra þá...
Bið að heilsa í bili....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.5.2007 | 13:38
LOKSINS B.Ed ritgerðin
Jæja þá er það búið erfiðasti áfanginn í Kennó. Stóð í röð í morgunn til þess að láta prenta og plasta herlegheitin allir í röðinni voru í stresskasti yfir þessu öllu saman sumir búnir að vaka í alla nótt og voru sveittir og þreyttir. Eftir tvo tíma voru svo þrjú eintök tilbúinn og send inn á nemendaskrá. Þá er því lokið.....Uffffff. B.Ed ritgerðinn loksins frá og eftir er ein 15 síðna ritgerð og eitt verkefni...
Útskrift svo plönuð þann 16 júní......
Er núna bara búina að vera að leika mér á netinu fann eina síðu þar sem að þú getur pantað snuð með nafni barnsins þíns á. Pantaði auðvitað snuð fyrir litla prinsinn minn slóðin á síðuna er http://www.navnesutten.dk/Default.aspx
Önnur síða með sömu vörunum bara annað útlit er http://www.babysutten.dk/shop/default.asp Þetta er það flottasta í dag og gaman að kíkja á þessar síður.
Fyrst ég er byrjuð að tala um krílatískuna þá er vinkona mín á leiðinni til Köben en þar eru danskir hönnuðir með flottustu barnavörurnar í dag Molo og Katvik merkin eru flott. Þetta er dönsk hönnun og mjög flott barnaföt. Minn á föt frá Molo og það eru uppáhalds fötin. Vinkona mín ætlar að versla föt fyrir mig og þá auðvitað þessi merki Molo galli í Köben kostar helmingi minna heldur en í verslunninni Englabörnunum á Laugarveginum.
Linkur á molo síðuna er http://www.molo-kids.com/ kíkið á hana hún er flott.
http://www.trendybaby.dk/shop/default.asp Ktvik fötinn eru t.d hér.
Ætla að hitta skvísurnar í kv fagna ritgerðarlokum. Hlakka til.
Vonandi hafið þið það gott.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.4.2007 | 14:04
Kíkið á síðu....
Kíkið á síðuna hennar mömmu hún var að byrja að blogga....
Hér er linkurinn http://www.123.is/ugla/
Til hamingju mamma með síðuna þína.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.4.2007 | 22:25
Skírn á sunnudag.....
Jæja þá er víst komið að því að skíra litla prinsinn minn. Ég vil þakka öllum sem að tóku þátt í skoðunnarkönnuninni um nafnið en við völdum nafnið Þór Jökull. Séra Árni skírir drenginn en hann er afi hennar Eyrúnar vinkonu. Flottur prestur kominn á eftirlaun....
Ég fór í bæinn með mömmu til þess að kaupa skraut fyrir skírnina við keypum fullt af fallegu skrauti það var mjög gaman...
Fór svo í ljós í dag og skrifaði ritgerð.....Er rétt byrjuð á ritgerð nr 2 en hún á að vera um 15 síður geggjað gaman. Verð að vera dugleg að læra...
Hringdi í hárgreiðsluskvísuna mína hana Hrefnu á Mojo í dag vildi vera fín á skírnardaginn. Hún gat komið mér fyrir bæði á miðvikudag og fimmtudag en ég kemst hvorugan daginn þar sem ég er mikið í skólanum þessa vikuna og einmitt á þeim tíma sem að hún bauð mér að koma á.
Þarf að eyða öllum föstudeginum á Akranesi að búa til tónlistarmyndband en hljómsveitin okkar í skólanum var í stúdíói á dögunum að taka upp lag. Ég er sönkonan og lagið er ansi flott cover lag....Ring of fire....
Mikið að gera á stóru heimili eins og afi segir alltaf...
Hafið þið það gott..........
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.4.2007 | 11:40
Allt að gerast....
Þessi mánuður samanstendur af endalausum veisluhöldum. Hver einasta helgi er fullbókuð í fermingu,afmæli og brúðkaup og ekki batnar það því að við tókum þá ákvörðun að skíra lilla litla þann 29 svo þar bætist ein veislan við. Steini er í því að baka fermingartertur og auðvitað gera mat fyrir brúðkaupið hjá Halla og Ellu og svo auðvitað að undirbúa skírnina. En það er alltaf gaman að hafa nóg að gera og auðvitað er gaman að hitta alla sem maður hefur ekki séð lengi eða í rauninni þá sem maður hittir helst við fermingar og þess háttar.
Lokaritgerðin mín er að verða tilbúin þarf reyndar að skila annari 20 síðna ritgerð sem ég er ekki byrjuð á ásamt því að taka upp lag og búa til myndband við það. Við erum að læra á pródúls forritið það er gaman. Svo í lokinn eru lokatónleikar hjá kennó kórnum og þá er kennó búinn.
Ég trúi því ekki að ég sé búin að vera í Kennó í 3 ár, mjög skemmtileg ár reyndar.
Annars var að skoða mjög flotta síðu sem að ég kvet alla til þess að skoða ljósmyndasíðuna hans pabba. Hér er slóðin http://www.123.is/siglo/ Vona að allir hafi það gott.......
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.4.2007 | 11:38
Allt að gerast....
Þessi mánuður samanstendur af endalausum veisluhöldum. Hver einasta helgi er fullbókuð í fermingu,afmæli og brúðkaup og ekki batnar það því að við tókum þá ákvörðun að skíra lilla litla þann 29 svo þar bætist ein veislan við. Steini er í því að baka fermingartertur og auðvitað gera mat fyrir brúðkaupið hjá Halla og Ellu og svo auðvitað að undirbúa skírnina. En það er alltaf gaman að hafa nóg að gera og auðvitað er gaman að hitta alla sem maður hefur ekki séð lengi eða í rauninni þá sem maður hittir helst við fermingar og þess háttar.
Lokaritgerðin mín er að verða tilbúin þarf reyndar að skila annari 20 síðna ritgerð sem ég er ekki byrjuð á ásamt því að taka upp lag og búa til myndband við það. Við erum að læra á pródúls forritið það er gaman. Svo í lokinn eru lokatónleikar hjá kennó kórnum og þá er kennó búinn.
Ég trúi því ekki að ég sé búin að vera í Kennó í 3 ár, mjög skemmtileg ár reyndar.
Annars var að skoða mjög flotta síðu sem að ég kvet alla til þess að skoða ljósmyndasíðuna hans pabba. Hér er slóðin www.123.is/jass
Vona að allir hafi það gott......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.4.2007 | 09:13
Stuð á laugardag...
Á laugardaginn er afmæli hjá Eyrúnu vinkonu. Hún átti samt afmæli þann 6 en heldur upp á það á laugardaginn með smá geimi...Allar radísurnar mæta, í sparí skapi og taka vel á því. Auðvitað verður gaman. Hlakka mikið til...
Lilli er í góðu. Ég á besta barn í heimi hann er svo góður eftir að við fengum magakveisu lyfið. Hjalar brosir og sefur.Drauma drengur. Hann er líka orðin svo stór rúm 5 kíló og 56 cm.....
Vorum á miðvikudagsfundi í gær og það var mjög gaman mikið spjallað og hlegið...
Allt gengur vel með BEd ritgerðina. Er að fara að skila fyrstu skilum á morgun.
Vonandi hafa allir það sem best....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.4.2007 | 10:47
Gleðilega Páska.
Núna er komið að Páskunum. Flestir eru í páskafríi og finnst það æðislegt. Maður á sennilegast eftir að borða á sig gat yfir hátíðarnar. En ég ætla samt að reyna að borða ekki nammi. Er búin að taka forskot á sæluna og borða smá páskaegg það var mjög gott.
Ætla bara að hafa það gott heima yfir hátíðarnar.
Gleðilega páska allir Og hafið þið það gott.
Bloggar | Breytt 9.4.2007 kl. 22:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.4.2007 | 08:19
Hvað segið þið um smá brandara fyrir páska ?????
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.4.2007 | 10:40
Nýtt áhugamál...
Jæja þá er ég komin með nýtt áhugamál. Steini segir að ég sé tölvu fíkill en það er ég ekki. Ég hef bara gaman af því að búa til nýjar síður og JÁ ég hef búið til eina í viðbót en hún er á Myspace.com og er afskaplega fín. Ég mæli með að þið sem að hafið sömu áhugamál og ég gerið það sama því að þetta er mjög gaman. Maður getur spjallað við vini og vandamenn allstaðar að úr heiminum á þessari síðu og það virðast allir vera með síður þarna...
Endilega kíkið á mína síðu hér er linkur inn á hana. http://myspace.com/gudrunhm
Fyrir þá sem hafa reynt að komast inn á síðurnar hjá Hörpu og Eyrúnu í kassanum vinir mínir komast núna inn á Hörpu er en að vinna í að laga Eyrúnu.
Erum að fara í 6 vikna skoðuninna í dag það verður spennandi að sjá hvað lilli minn er orðin stór og þungur...
Hafið þið það gott í dag...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)