Færsluflokkur: Bloggar

Ungbarnaeftirlit og bólusetning.

Í dag förum við í ungbarnaeftirlitið eða 5 mánaða skoðun með Þór Jökul. Hann er akkurat 5 mánaða í dag.....Þetta verður fróðleg ferð þar sem að við ætlum að fræðast um mataræði og athuga hvort hann eigi ekki að fara að fá fasta fæðu litla krílið.

Síðustu Þrjár vikurnar erum við bara búin að krúsa úti í garði í frábæru veðri og fara í langa göngutúra saman þetta er notalegt líf hér á Háteigsveginum.

Steini átti afmæli á mánudaginn ég gaf honum gasgrill. Það hefur komið sér vel fyrir mig þar sem að hann er búin að elda öll kvöld síðan. Steini valdi auðvitað grillið sjálfur því að hann vildi hafa það eitthvað spes með pottjárni og svoleiðis. Þór Jökull gaf honum svo buxur og bol alveg rosalega flottar buxur og flottan bol.

Allt gott að frétta héðan....InLove

Vonandi eigið þið góðan dag í dag....


Að vera Mamma..

Það er búið að vera brjál að gera unarfarið þó svo að ekkert spes hafi gerst það er þetta að vera mamma lillinn minn tekur allan tíman minn dag og nótt og auðvitað eru allir bara sáttir við það. Cool Við erum búin að sitja úti í góða veðrinu alla vikuna og svefninn hjá litla hefur batnað til muna eftir allt frískaloftið hann sefur meira en hann gerði sem að er æðislegt. Annars get ég ekki kvartað undan svefninum hans þó svo að hann taki bara litla lúra á daginn því hann sefur á nóttunni yfirleitt frá 8-9 á kvöldinn til 7,8 eða 9 stundum vaknar hann líka 6 en það er ekki oft.

En semsagt ekkert en samt allt að gerast í lífi mínu þessa dagana LoL.

_MG_1658

Mynd af prinsinum mínum Grin.

Segiði svo að hann sé ekki líkur mömmu sinni...

Þangað til næst hafið þið það gott í sólinni Wink.


Meiri mögurleiki á því að fæðast milljónamæringur heldur en íslendingur

Íslenska sumarið er komið með sinni rigningu og öllu saman Cool ég skil ekki alveg afhverju íslenskir forfeður okkar ákváðu að nema land hér á þessum klaka. En svona er þetta það er bara spurning um að panta sér sólalandaferð en þær eru flestar uppseldar núna og ekki skrítið miða við veður. Í mínum vinahópi hefur oft verið gantast með það að það séu meiri líkur á því að fæðast milljónamæringur heldur en Íslendingur og jú það er rétt þar sem að íslendingar eru aðeins 300000 þúsund talsins en milljónamæringar í heiminum eru miklu fleiri en 300000 þúsund Grin.

Ég er ekki mikið hrifinn af rigningu endalaust ég kýs frekar sól og óska því hér með eftir góðu sumri með mikilli sól.


Orðin Beddari fyrir víst.....

Jæja þá er ég búin að fá úr öllum prófum og ritgerðum úr skólanum...Smile Ég útskrifast með pompi og prakti þann 16 júní 2007 með fyrstu einkunn. Það er bara alveg það sem að ég ætlaði að gera. Markmiðinu náð Cool Það er ótrúlegt að hugsa til þess að fyrir þremur árum var mamma að nöldra í mér og segja að ég yrði að fara í skóla. Ég sótti um Lögfræði, Viðskiptafræði og Kennó og ég komst inn í allt en valdi að fara í kennó það er ekki auðvelt að komast inn í kennó. Ég sé ekki eftir því í dag er ég orðin kennari og er ánægð með það LoL.

Vona að þið hafið það gott í dag InLove


Hvítasunnan

Jæja þá er hvítasunnuhelgin góða runnin upp. Margir á djamminu um helgina eins og sérst í fréttum dagsins þá hefur en á ný verið reynt að ræna 10-11 með öllu myndavélakerfinu sem að ríkir þar. Á suðurnesum var ráðist á starfsmann á skemmtistað og mikið var um líkamsárásir í miðbæ Reykjavíkur. Bara venjuleg Hvítasunna á Íslandi..Cool

 Hvítasunnan hjá mér er búin að vera svona.

Í gær rann það upp fyrir mér að Steini hafði gleymt mæðradeginum. Ég vakti hann kl 8:30 til þess að tilkynna honum það. Bara svo að ég myndi ekki gleyma því...LoL Mér fannst þetta stórt brot þar sem að þetta er fyrsti mæðradagurinn sem að ég er móðir á ( FÚLT).Angry En við vorum í bústað svo að ég fyrigaf honum þetta.Smile

Þór Jökull er búin að vera slappur alla helgina. Ég veit ekki hvað amar að honum en ef að þetta gengur ekki yfir núna um helgina þá fer ég með hann til læknis á þriðjudag.Frown

Og við erum búin að vera að skoða sófa alla helgina. Ég er búin að sjá tvo gripi sem að hennta inni í okkar stofu það eru gæðagripir annar úr Heima og hinn úr Línunni á samt erfitt með að finna út hvor er betri. Er samt búin að skoða þá tvisvar. Crying Það er alltaf erfitt að velja eitthvað inn á heimilið þar sem að hlutirnir þurfa að duga í einhver ár.....

Erum svo á leiðinni í fermingu í dag og mat á morgunn alltaf nóg að gera...

Svona er Hvítasunnan hjá mér búin að vera ekki sama stuðið og hjá mörgum öðrum miða við fréttir blaðanna í dag. En mjög góð að mínu mati.

Vona að þið hafið það gott um Hvítasunnuna.InLove

IMG_0546

Gæinn minn í sundi.

 


Árshátíð

Í kvöld erum ég og Steini að fara á árshátíð. Ég hlakka til það verður farið út að borða á Fjalarkettinum það finnst mér spennandi. Annars ætla ég strax heim eftir matinn því að ég vil ekki vera lengi frá drengnum var lengi síðasta miðvikudag. Það verður þriggja rétta og allt. Svaka stuð vona að maturinn verði góður....

Læt vita hvernig hann var...Cool

Hafið það gott.


Veit ekki hvað á að gera...

Núna er ég búin með allt í skólanum og er búin að gera mér grein fyrir því að ég kann ekki að slaka á. Ég er stöðugt að finna mér verkefni því annars hund leiðist mér bara. Ég er auðvitað alltaf með lilla minn og því get ég ekki sinnt nærri því öllu sem að ég var vön að sinna áður en að hann kom í heiminn.

Í dag ætla ég t.d að fara að skoða sófa mig vantar nýjan flottan sófa í stofuna en ég veit bara ekki hvar ég fæ flotta sófa . Ætla að kíkja í einhverja sófabúð í Síðumúla vinkona mín sagði að þar væru flottir sófar. Ætla að tékka það. Smile

Svo kíkjum við kanski í barnaafmæli ef að við verðum ekki þreytt.Wink

Endilega látið mig vitaef að þið finnið verkefni fyrir mig...

Hafið þið það gott í dag.InLove 


Út á skrall.

 

Jæja þá er komið að því að ég og Steini kíkjum út saman í kvöld. Þetta er í fyrsta skipti eftir að Þór Jökull fæðist. Ég er hálf stressuð yfir þessu öllu. Ætlum að reyna að vera í soldin tíma úti þar sem að í dag er svona hálfgerður föstudagur. Þór Jökull ætlar að gera fyrstu tilraun til þess að gista hjá ömmu sinni sem að býr hér við hliðina á okkur. Ég er samt með í maganum yfir þessu þó svo ég viti að þetta verður í góðu lagi hjá þeim tveim. Spurningin er bara hvort að ég meiki þetta Smile. Í rauninni þarf ég að venjast því að hann sé í pössun og einhvertímann er allt fyrstCool.

Við ætlum að kíkja út að borða svo förum við eitthvað á pöbba þetta verður örugglega gaman og góð tilbreyting þars sem að við höfum ekki gert neitt lengiWink.

Vonandi hafið þið það gott í dag...InLove


bólusetning.

Í dag fór litla krílið mitt í fyrstu bólusetninguna. Hann var ekki ánægður með lækninn sem að stakk stórri sprautu í rassinn á honum ég skil hann vel (Ég hef alltaf haft óbeit á sprautum). En annars hefur allt gengið vel í dag við erum bara að taka daginn rólega eftir þessi ósköp.Smile Sá litli er búin að sofa mikið og er svolítið lítill í sér Errm. Tökum það bara rólega það sem eftir er af deginum.6

Hafið þið það gott í dag...InLove


B-ed loksins, kosningar og Evróvision um helgina.

Jæja þá er komið að því síðustu skil voru í dag og ég loksins alveg búin í Kennó.Smile Gaman gaman. Erum því á leið í Svignaskarð í sumarbústað þar sem að við munum slaka á með góðan mat og Evrovision.

Leitt að Íslendingar komust ekki áfram. Eiríkur og félagar stóðu sig vel sá að trommarinn var kennó gæi...Cool. Austur evrópa átti þetta alveg eins og síðasliðnu þrjú árin. Þessi lönd komast alltaf í aðalkeppnina en virðast með einhverju móti alltaf detta úr henni aftur ár eftir ár Wink. Skrítið að þau komist alltaf áfram með lög sem að fá svo engin stig í aðalkeppninni.

Ég held það sé mál fyrir Íslendinga að hætta keppni í nokkur ár og bíða þar til austur evrópubúar hætti að hafa svona mikinn áhuga fyrir Evróvision. Það er ekki skrítið að þeir kjósi innbyrðis jú við leyfðum þeim aldrei að vera með í neinu áðurLoL.

Svo eru það kosningarnar Crying. Stóra spurninginn er sú treyst ég einhverju af þessu fólki sem er í framboði fyrir flokkana ???? Ef það er rétt hjá Framsókn eins og þeir segja í auglýsingunni sinni þá auðvitað erum við í góðum málum 4 sæti í jafnréttismálum og 1 sæti yfir atvinnuleysi og svo framveigis....LoL Erum við ekki líka eitthvað um 4 ríkasta þjóð í heimi...Skrítið því mér finnst fátæktinn alltaf verða meira og meira áberandi í landi þar sem að 380000 íslendingar búa í. En ég veit ekki hverju á að trúa og mér finnst skrítið að þeir láti það ekki koma fram í auglýsingunni hvar þeir fengu þessar upplýsingarLoL. Veit bara ekki hverjum er treystandi ....

En annars hlakka ég til að fara í bústað og hafa það gott. Rólegheit og pottur. Þetta er alveg það sem ég þarf. Hafa það gott með drengjunum mínum..

Hér erum við mæðginin á mynd. Sæt saman.Heart

sh3

 

Hafið þið það gott um þessa viðburðaríku helgi.InLove


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband