Svefnverkfall og lítill lærdómur

Þessa rigningadaga er lítið að gera hjá okkur fjölskyldunni. Þór Jökull heldur uppi stuði og passar upp á að allt sé eins og það á að vera. Hann er reyndar í svefnverkfalli hjá dagmömmunni og vill engan vegin sofa í vagninum hjá henni ég var að spá í hvort þetta væri einhverskonar samúðarverkfall við þær stéttir sem að berjast um kjör sín á þessum tímum. Þetta þíðir það að ég verð að sækja drenginn kl 12 á hverjum degi svo að hann geti tekið lúrinn sinn hérna heima hjá mér. Vegna þessara breytinga fer lítið fyrir lærdóm hjá mér.

Á mánudaginn fer svo litla stýrið mitt í fyrsta skiptið á leikskólann en hann er að byrja á Stakkaborg. Deildin hans heitir undraland og það verður gaman að sjá hvernig pjakkurinn minn plummar sig þar. Hann er mikil félagsvera og elskar að vera úti svo vonandi á aðlögunin eftir að ganga vel. Ef svo er þá get ég sett mig í læri gír fljótlega aftur en það veitir víst ekki af því. 

IMG_9138

Kveðja frá okkur hér á Háteigsveginum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyrún Gísladóttir

En getur barnið ekki fengið að sofa inni hjá dagmömmuni.

Eyrún Gísladóttir, 27.9.2008 kl. 21:34

2 Smámynd: Elín Sigurðardóttir

Já, við Hekla Björt erum lasnar heima núna. En hún á eftir að sakna hans Þórs Jökuls hjá ömmu Gíselu. Hann á eftir að plumma sig vel á leikskóla ég efast sko ekki um það. Læra hvað er það, eitthvað ofan á brauð?

Elín Sigurðardóttir, 3.10.2008 kl. 15:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband