Brosið góða !!!!

Hér gengur allt sinn vanagang þrátt fyrir að Kreppan sé byrjuð. Ég hef í rauninni ekki miklar áhyggjur af mér. Hinsvegar hef ég áhyggjur af litla manninum í kreppunni. Þeim sem að eiga ekki í sig og á. Ég vona bara að þeim verði hjálpað á einhvern hátt þó svo að ég geri mér grein fyrir að það verði sennilega ekki.

Ég ætla allavega að reyna að vera jákvæð í þessu neikvæða andrúmslofti. Ég vil minna á BROSIÐ góða "það getur gert kraftaverk" Mín trú er sú að ef maður brosi þó svo að manni líði illa þá á endanum líði manni Smile vel. Ég veit ekkert hvort brosið virki á alla en það virkar á mig LoL Endilega prófið þetta í nokkra daga.

Þór Jökull litli stendur sig eins og hetja á nýja leikskólanum sínum. Ég er svo stolt af litla kallinum mínum sem að lærir nýjar reglur samfélagsins á hverjum degi eða eins og ein fóstran orðaði það hér eru 15 prinsar og 5 prinsessur. Það er erfitt að gera sér grein fyrir því að maður er ekki aðal lengur heldur hluti af hóp. Þetta er hinsvegar nauðsynleg reynsla og því fyrr sem hann lærir þetta því betra.

Ritgerðin mjakast áfram og vonandi klára ég nú fyrir jól.

Annars þangað til næst kveðja af Háteigsveginum Tounge.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

BROS til ykkar elsku frænka

Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 17:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband