Ísland í dag

Flestir Íslendinga hafa yfir árin kosið D listann yfir sig aftur og aftur þrátt fyrir slæma útreið ár eftir ár. Fólk hefur einhvernvegin treyst þessum gaurum fyrir Íslandi þrátt fyrir endalausa sölu á eignum þjóðarinnar til annarra fyrir lítinn pening og algjörri óreiðu í stjórnun hjá þeim.

Mér finnst mjög sorglegt að núna gráti 90 % þjóðarinnar og bölvi þessum mönnum. Jú fólk hefur ítrekað kosið þá þrátt fyrir að vita að þeir geti ekki neitt. Ég held að fólk verði bara að hugsa sig um hvað það er að gera þegar það gefur einhverjum atkvæði sitt. Og þá líka taka afleiðingunum þegar þær koma. Flestir sem að brjóta af sér þurfa að taka afleiðingum. Þeir sem að eiga við fíkn að stríða þurfa að taka afleiðingum svona er bara lífið. Hinsvegar get ég næstum fullyrt að ef að kæmi til kosninga aftur í dag myndi þetta sama fólk ekki halda áfram að kjósa D listann ????????

Ég þori næstum að veðja að fólk myndi gera það. Samt tek ég aldrei áhættur. Ég er ein af þeim sem að trúa því ekki á auðvelda peninga. Allir í kringum mig hafa þurft að vinna sér inn peninga en ekki fengið þá auðveldlega. Ég er líka ein af þeim sem að hef aldrei kosið D listann. 

Bítið bara á jaxlinn og takið afleiðingum:

Já svona er Ísland í dag !!!!!!!!! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elín Sigurðardóttir

Nákvæmlega he he, takk fyrir í gær!!

Elín Sigurðardóttir, 29.10.2008 kl. 17:36

2 Smámynd: Pálína Ásbjörnsdóttir

Kæra frænka,  ég er líklega í þessum hópi, þrátt fyrir að ég og aðrir í minni fjölskyldu hafi alltaf þurft að hafa vel fyrir því að eignast einhverja aura, þá hef ég alltaf trúð á sjálfstæðisstefnuna i praktis. En verð að játa að ég er beygð og brotin núna, og þarf að hugsa málin verulega uppá nýtt.  Verð ekki í D hópnum næst, og þarf að finna hugsjónum mínum einhvern annan farveg:)  En hvar......:)

Pálína Ásbjörnsdóttir, 10.11.2008 kl. 13:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband